Forseti

Forseti, félag lögreglufræðinema við Háskólann á Akureyri

Forseti er félag lögreglufræðinema við Háskólann á Akureyri. Markmið félagsins er að gæta sameiginlegra hagsmuna stúdenta við félagsvísinda og sálfræðideild og vera málsvari þeirra innan skóla sem utan. Ásamt því að halda uppi fjölbreyttu og öflugu félagslífi.

Félagið er nýjasta félag SHA og var stofnað árið 2019. 

Stjórn Forseta skipa 5 fulltrúa: formaður, varaformaður, gjaldgeri, ritari og fjarnemafulltrúi. Á aðalfundi Forseta sem haldinn er ár hvert er ný stjórn kosin ásamt því er farið yfir lög félagsins.