Verklagsreglur

 

1. gr. 
Hlutverk 

Verklagsreglur þessar eru settar í þeim tilgangi að jafnrétti verði tryggt, ásamt því að tryggja að ákvarðanir verði markvissar og gagnsæjar. Reglurnar taka til þess ef stúdent/ar við Háskólann á Akureyri óska eftir úttekt úr fræðslu- og menntunarsjóð SHA.  

2.gr.
Um fræðslu- og menntunarsjóð SHA

Fræðslu- og menntunarsjóður SHA er sjóður sem stúdentar við Háskólann á Akureyri geta sótt til. Til dæmis fyrir útgáfustarfsemi, til að sækja ráðstefnur eða önnur verkefni sem felast í því að fræða eða rannsaka. Styrkurinn tekur mið að útlögðum kostnaði vegna náms- og þátttökugjalda, ferða og gistingar. Beiðnir fara fyrir stúdentaráð sem annaðhvort samþykkir eða hafnar beiðnum. Ef svo gerist að samþykkt beiðni sem hefur fengið styrk úr sjóðnum fellur niður, þarf sá aðili sem er ábyrgur fyrir verkefninu að endurgreiða styrkinn til SHA. Einstaklingur hefur ekki rétt til að sækja um styrk fyrir verkefni, ferð eða ráðstefnu ef hann hefur fengið styrk fyrir heildarupphæðinni á öðrum stað, svo sem stéttarfélagi, skóla eða frá aðildarfélagi. SHA áskilur sér rétt til að fá styrkinn endurgreiddan ef einstaklingur verður vís að hafa fengið fullann styrk fyrir verkefninu á öðrum stað. Framkvæmdastjórn SHA heldur utan um að hvert og eitt verkefni sem styrkurinn er veittur til og að þau verði framkvæmd. Ef verkefni er ekki lokið innan mánaðar frá því sem tímaáætlun verkefnis segir til um áskilur Stúdentafélag HA sér þann rétt að fara fram á endurgreiðslu styrks frá styrkþega.

3.gr.
Beiðni

Formleg beiðni þarf að berast á netfangið sha@sha.is. Í beiðninni þarf eftirfarandi að koma fram:

  • Nafn, kennitala og símanúmer
  • Staðfesting á skólavist við Háskólann á Akureyri og í hvaða námi einstaklingurinn er.
  • Hvað felst í verkefninu, rannsókn, ráðstefnu, opinberum fyrirlestrum, útgáfustarfsemi osfrv.
  • Fjármagnsupphæð (ATH. 50.000 kr. hámark)
  • Ef einstaklingur hefur fengið styrk annars staðar frá skal hann gera grein fyrir því.
  • Rökstuðningur fyrir því afhverju einstaklingurinn eigi að fá styrkinn.

4.gr.
Umsóknarferli

Umsókn hefst með formlegri beiðni til stúdentaráðs í gegnum netfangið sha@sha.is. Hægt er að sækja um styrk allt að 3 mánuðum eftir að ferð, ráðstefnu eða verkefni lýkur. Stúdentaráð getur óskað eftir betri kynningu á verkefninu en er það þá í höndum framkvæmdastjórnar að hafa samband við beiðnaraðila um frekari upplýsingar. Stúdentaráð í kjölfar samþykkir eða hafnar styrknum útfrá kynningu á verkefninu í gegnum atkvæðagreiðslu á stúdentaráðsfundi. Skal sú atkvæðagreiðsla koma nafnlaust fram í fundargerðir stúdentaráðs.