Valmynd Leit

Stúdentafélag Háskólans á Akureyri

Á ađalfundi félagsins, ţann 22. febrúar s.l. voru samţykktar heildstćđar lagabreytingar og hvetjum viđ félagsmenn, sem og starfsmenn skólans ađ kynna sér uppfćrđ lög félagsins hér

Ađ lagabreytingum unnu Berglind Ósk Guđmundsdóttir og Sólveig María Árnadóttir en ţćr lágu síđustu vikur yfir lögum félagsins. Markmiđ ţeirra međ lagabreytingunum voru međal annars ţau ađ gera starfsemi félagsins skilvirkari, auka fagleg vinnubrögđ innan félagsins og efla félagiđ enn frekar ţegar kemur ađ hagsmunagćslu stúdenta. Ţá voru lagabreytingarnar lagđar fyrir ţáverandi stúdentaráđ auk ţess sem örfáar athugasemdir bárust eftir ađ allir stúdentar háskólans fengu ađgang ađ lagabreytingunum. Ţá ţótti Berglindi og Sólveigu einstaklega skemmtilegt hversu líflegar umrćđur mynduđust um lagabreytingarnar á ađalfundinum sjálfum. 

Stćrstu breytingarnar sem lagđar voru fram og samţykktar af ađalfundi varđa nafn félagsins en ţađ heitir nú Stúdentafélag Háskólans á Akureyri, skammstafađ SHA. Framkvćmdastjórn vinnur nú ađ ţví ađ uppfćra helstu miđla félagsins og mun á nćstunni skammstöfunin FSHA hverfa fyrir fullt og allt. 

Auk ţess var samţykkt nafnabreyting á Félags- og menningarlífsnefnd og heitir nefndin nú Viđburđanefnd. Auk nafnabreytingarinnar er hlutverk nefndarinnar nú mun skilvirkara í lögum félagsins en hlutverk nefndarinanr er fyrst og fremst ađ standa fyrir viđburđum félagsins og halda uppi öflugu félagslífi fyrir stúdenta háskólans. Samhliđa ţessari breytingu er hlutverk stúdentaráđs nú mun skýrara í lögum félagsins og mun ţađ nú einungis einblína á hagsmunagćslu stúdenta. 

Ţá var sett á laggirnar ný fastanefnd, fjarnemanefnd. Hlutverk hennar er ađ gćta hagsmuna ţeirra stúdenta sem stunda sveigjanlegt nám viđ háskólann og mun formađur nefndarinnar eiga sćti í stúdentaráđi. Međ ţessari breytingu verđur nú öllum ađildarfélögum gert skylt ađ hafa fulltrúa fjarnema innan sinna stjórnar. Ţá mun stúdentaráđ auglýsa eftir formanni nefndarinnar á nćstu dögum. 

 

 

 

 


Athugasemdir


Stúdentfélag Háskólans á Akureyri

Sólborg v/norđurslóđ
              kt. 420888-2799         

600 Akureyri, Iceland              sha@sha.is               

Skráđu ţig á póstlistann