Valmynd Leit

Lög Eirar

 

Lög Eirar, félags heilbrigđisvísindanema viđ Háskólann á Akureyri 

 

I. Nafn, ađsetur og tilgangur.

 • gr. Félagiđ heitir Eir og er félag stúdenta viđ heilbrigđisvísindasviđ Háskólans á Akureyri.  Félagiđ er međ kennitöluna 670291-1389 og er ađildarfélag SHA. Ađsetur félagsins er  í húsakynnum Háskólans á Akureyri og er varnaţing ţess á Akureyri.
 • gr. Félagar eru allir ţeir sem innritađir eru í heilbrigđisvísindasviđ Háskólans á Akureyri og hafa skráđ sig í félagiđ.
 • gr. Markmiđ félagsins eru:

a) Ađ gćta sameiginlegra hagsmuna nemenda heilbrigđisvísindasviđs og vera málsvari ţeirra, innan skólans sem utan.
b) Ađ vinna ađ aukinni samheldni međal nemenda.
c) Ađ stuđla ađ góđri samvinnu viđ önnur deildafélög innan skólans.
d) Ađ stuđla ađ góđri samvinnu viđ önnur félög hjúkrunarfrćđinema hér á landi sem og erlendis.

 • gr. Leysist félagiđ upp renna öll réttindi og skyldur ţess til SHA.

Sitji enginn í stjórn félagsins leysist ţađ upp.

II. Ađalfundur og kosningar.

 • 5. gr. Ađalfundur hefur ćđsta vald í málefnum félagsins. Ađalfund skal halda minnst sjö dögum fyrir ađalfund SHA. Til fundarins skal bođa á tryggilegan hátt, međ auglýsingu á samfélagsmiđlum félagsins, međ minnst sjö daga fyrirvara, og er hann ţá lögmćtur.
 • Ef ađalfundur telst ekki löglegur skal bođa til og halda nýjann ađalfund á nćstu sjö dögum og telst sá fundur löglegur.
 • 6. gr. Frambođ til embćtta sem kosiđ er um á ađalfundi skulu berast stjórn eigi síđar en tveimur sólarhringum fyrir upphaf ađalfundar.
 • 7. gr. Dagskrá ađalfundar skal vera sem hér segir:
 1. Fundur settur.
 2. Skipun kjörnefndar.
 3. Skýrsla fráfarandi stjórnar lesin upp.
 4. Reikningar lagđir fram.
 5. Lagabreytingar teknar fyrir.
 6. Kosning stjórnarmeđlima:

–     Kosning formanns.

–     Kosning varaformanns.

–     Kosning fjármálastjóra.

–     Kosning ritara.

–     Kosning samskiptafulltrúa.

-      Kosning fjarnemafulltrúa

 1. Kosning í önnur embćtti:

–     Kosning í fulltrúa í viđburđanefnd SHA

–     Kosning fulltrúa í alţjóđanefnd SHA

–     Kosning fulltrúa í kynninganefnd SHA

–     Kosning fulltrúa á deildafundi úr annari deild en formannsins.

 1. Önnur mál.
 1. Stjórnarskipti.
 2.  Fundi slitiđ.
 • 8. gr. Hver félagsmađur hefur atkvćđisrétt og kjörgengi. Einfaldur meirihluti skal ráđa niđurstöđum kosninga á ađalfundi.

 • 9. gr. Stjórnarmeđlimir eru allir kosnir í sérstakri kosningu. Kosiđ er sér í hvert embćtti fyrir sig. Kosning til stjórnar, sem og önnur embćtti, skal fara fram međ leynilegum atkvćđagreiđslum á ađalfundi félagsins. Ţeir ađilar sem kosnir eru skulu vera bćđi úr hjúkrunarfrćđideild og iđjuţjálfunarfrćđideild.
 • Berist ekki nćgilega margar frambođsyfirlýsingar til ađ fullmanna embćtti innan félagsins sem tilgreind eru í lögum ţess er heimilt ađ opna fyrir frambođ á ađalfundi.

 • Berist ekki frambođ frá ađilum beggja deilda heilbrigđisvísindasviđs er ekki heimilt ađ fylla í öll sćti stjórnarinnar. Sćti ritara skal ţá standa ómannađ og ábyrgđ ţess flutt á stjórnarmeđlim sem formađur velur ţar til frambođ berst í ţađ.

 • Nýnemafulltrúar skulu kosnir á sérstökum nýnemadegi í byrjun hverjar haustannar og skal annar ţeirra koma úr iđjuţjálfun og hinn úr hjúkrunarfrćđi.

 • Geti nýnemafulltrúi ekki sinnt starfi sínu af einhverjum ástćđum skal finna nýjan nýnemafulltrúa eins fljótt og unnt er.

 • gr. Falli atkvćđi jafnt viđ kjör skal endurtaka kosningu milli viđkomandi frambjóđenda og falli atkvćđi enn jafnt rćđur hlutkesti. Sé ađeins einn frambjóđandi í kjöri skođast hann sem sjálfkjörinn án kosninga.
 • gr. Kjörnefnd skipuđ ţremur nemendum á ađalfundi skal annast skipulag og framkvćmd kosninga.
 • gr. Fráfarandi stjórn skal funda međ nýrri stjórn Eirar innan viđ viku frá ađalfundi. Fráfarandi stjórn skal á ţeim vettfangi skila af sér öllum gögnum sem og eigum félagsins og setja nýja stjórn inn í mál félagsins.

III. Stjórn

 • 13. gr. Í stjórn félagsins skulu sitja níu nemendur sem allir eru skráđir nemendur viđ heilbrigđisvísindasviđ Háskólans á Akureyri, eru stađbundnir ađ undanskyldum fjarnemafulltrúa, og sem uppfylla skilyrđi 2. gr. um félagaađild.

–     a. Embćtti innan stjórnar Eirar eru eftirfarandi:

 •                         i. Formađur
 •                         ii. Varaformađur
 •                         iii. Ritari
 •                         iv. Fjármálastjóri
 •                         v. Međstjórnandi
 •                         vi. Samskiptafulltrúi
 •                         vii. Fjarnemafulltrúi
 •                         viii. Nýnemafulltrúi hjúkrunarfrćđinema
 •                         ix. Nýnemafulltrúi iđjuţjálfunarfrćđinema

–     b. Stjórn Eirar situr stjórnarfundi og fer međ ćđsta ákvörđunarvald félagsins á milli ađalfunda.

–     c. Stjórn Eirar er heimilt ađ bođa á stjórnarfund ađila sem ekki sitja í stjórn félagsins. Ađilar ţessir hafa ekki atkvćđisrétt á stjórnarfundum, en hafa ţó málfrelsi og tillögurétt.

–     d. Fulltrúar Eirar í nefndum og ráđum skulu miđla upplýsingum til stjórnar Eirar.

–     e. Stjórn Eirar skal útnefna einn fulltrúa hjúkrunarfrćđinema til setu í náms- og matsnefnd hjúkrunarfrćđideildar og einn fulltrúa iţjuţjálfunarfrćđinema til setu í náms- og matsnefnd iţjuţjálfunarfrćđideildar.

 • 14. gr. Hlutverk stjórnarmeđlima eru eftirfarandi:

–     a) Formađur

 • i. Formađur kemur fram fyrir hönd félagsmanna út á viđ. Hann skal bođa til félags- og stjórnarfunda svo oft sem ţess gerist ţörf og verđur ţá eđa skipar fundarstjóra.
  ii. Formađur úthlutar verkefnum til annara stjórnarmeđlima og geta ţeir ekki skorast undan ţeim nema međ leyfi formanns.
  iii. Formađur skal sjá til ţess ađ lög félagsins séu uppfćrđ í samrćmi viđ lagabreytingar sem samţykktar eru á ađalfundi.
  iv. Formađur hefur yfirumsjón međ framkvćmdum á vegum félagsins og ber hann endanlega ábyrgđ á málefnum ţess.
  v. Formađur hefur umsjón međ tölvupóstfangi félagsins.
  vi. Formađur situr deildafundi (ásamt fulltrúa ţeirrar deildar sem formađurinn er ekki í), deildarfundi Heilbrigđisvísindasviđs fyrir hönd nemenda, deildarráđsfundi (ásamt fulltrúa ţeirrar deildar sem formađurinn er ekki í) og er fulltrúi Eirar í Stúdentaráđi SHA.
 • vii. Formađur sér um ţađ ađ kynna lög Eirar sem og lög SHA fyrir öđrum stjórnarmeđlimum og skal ţađ gert innan sjö daga eftir ađ hann tekur viđ embćtti.

–     b) Varaformađur

 • i. Varaformađur skal vera formanni innan handar í öllum málum og gegna starfi formanns í forföllum hans.
  ii. Ef varaformađur getur ekki gegnt ţví hlutverki af einhverjum ástćđum skal annar stjórnarmeđlimur taka hans stađ.

–     c) Ritari

 • i. Ritara ber ađ skrá fundargerđir stjórnarfunda og fćra ţćr inn á heimasíđu félagsins svo nemendur hafi greiđan ađgang ađ ţeim. 
 • ii. Ritari er umsjónarmađur samfélagsmiđla félagsins.
 • iii. Áđur en formleg stjórnarskipti eiga sér stađ ber ritara ađ taka saman allar fundargerđir fráfarandi stjórnar prenta ţćr út og setja í möppu nemendafélagsins.

–     d) Fjármálastjóri

 • i. Fjármálastjóri hefur yfirumsjón međ fjárreiđum allra nefnda og ráđa á vegum félagsins, einnig hefur hann umsjón međ öllum fjárreiđum félagsins í samráđi viđ stjórn.
 • ii. Ţarf hann ađ standa skil á fjárreiđum félagsins á ađalfundi ţess.
 • iii. Fjármálastjóra er skylt ađ skila nýrri stjórn löglegu bókhaldi á kynningarfundi međ nýjum fjármálastjóra.

–     e) Samskiptafulltrúi

 • i. Samskiptafulltrúi sér um samskipti viđ fulltrúa Eirar í Viđburđanefnd SHA, Alţjóđanefnd SHA, Kynningarnefnd SHA og fulltrúa Eirar á deildafundi annann en formann félagsins.
 • ii. Hann sér um samskipti viđ önnur nemendafélög hjúkrunarfrćđinema og iđjuţjálfunarfrćđinema viđ háskóla á Íslandi sem og háskóla erlendis.
 • iii. Samskiptafulltrúi sér um ţađ ađ halda samskiptum viđ Félag Íslenskra Hjúkrunarfrćđinga.

 f) Međstjórnandi

 • i. Međstjórnandi sér um undirbúning og skipulagningu félagsstarf ásamt öđrum stjórnarmeđlimum.
 • ii. Berist ekki frambođ til fulltrúa félagsins í Félags- og menningarlífsnefnd skal Međstjórnandi sitja í ţeirri nefnd.

 g) Fjarnemafulltrúi

 • Fjarnemafulltrúi ber ábyrgđ á ađ vera tengiliđur félagsins viđ fjarnema Heilbrigđisvísindasviđs Háskólans á Akureyri.

–     h) Nýnemafulltrúar

 • i. Nýnemafulltrúar taka ţátt í undirbúningi og skipulagningu félagsstarfs. Jafnframt skulu ţeir halda uppi öflugum og góđum tengslum milli stjórn Eirar og nemanda á sínu fyrsta ári.
 • 15. gr. Allir stjórnarmeđlimir eru bundnir trúnađi varđandi ţađ sem ţeir kunna ađ heyra í félagsstarfi sínu er snertir mál einstakra nemenda.
 • 16. gr. Stjórn skal gćta hagsmuna allra nemenda innan heilbrigđisvísindasviđs og mismunun er međ öllu óheimil.
 • 17. gr. Á félagsfundi getur félagsmađur boriđ upp vantraust á međlim eđa međlimi stjórnar.  Tillaga hans ţarf ađ hljóta samţykki 2/3 fundarmanna til ađ hún nái fram ađ ganga enda sé a.m.k. tíundi hluti félagsmanna á félagsfundinum.
 • 18. gr. Segi stjórnarmađur af sér, eđa ef samţykkt er vantraust á stjórnarmann, skal stjórnin óska eftir frambođum frá félagsmönnum og kjósa svo sín á milli hvađa frambjóđandi skuli taka viđ stöđunni. Viđ ţessa kosningu rćđur meirihluti atkvćđa, séu atkvćđi jöfn rćđur atkvćđi formanns úrslitum. Sé ţađ formađur sem sé ađ stíga frá rćđur atkvćđi varaformanns úrslitum.
 • 19. gr. Segi ţrír eđa fleiri stjórnarmeđlimir af sér, eđa sé samţykkt vantrauststillaga á ţrjá eđa fleiri stjórnarmeđlimi telst stjórnin vanhćf og skal bođa til félagsfundar ađ viku liđinni ţar sem kosin verđur ný stjórn.
 • 20. gr. Náist ekki ađ fylla í allar stöđur stjórnarinnar á ađalfundi nemendafélagsins fellur ţađ í hlut formanns ađ flytja skyldur og ábyrgđ ófylltra sćta á ađra stjórnarmeđlimi.

IV. Félags- og stjórnarfundir

 • 21. gr. Félagsfundur skal haldinn ef tíundi hluti félagsmanna fer skriflega fram á félagsfund eđa meirihluti stjórnar. Fundurinn skal haldinn innan viku og ber stjórninni ađ bođa til fundarins međ tryggilegum hćtti međ minnst tveggja daga fyrirvara.
 • 22. gr. Kynningarkvöld fyrir fyrsta árs nema, svo kallađ Nýnemakvöld, skal haldiđ á haustdögum viđ upphaf skólaárs. Ađalmarkmiđ ţess er ađ kjósa nýnemafulltrúa í stjórn félagsins, kynna námiđ, félag nemenda, starfsemi ţess sem og nemendur innbyrđis.
 • 23. gr. Hefja skal hvern stjórnarfund á ţví ađ samţykkja fundargerđ síđasta fundar.

V. Lagabreytingar

 • 24. gr. Lagabreytingar skulu eingöngu eiga sér stađ á ađalfundi. Til ađ lagabreyting öđlist gildi ţarf hún ađ vera samţykkt af einföldum meirihluta fundarmanna sem mćttir eru á löglegan ađalfund.
 • 25. gr. Lagabreytingatillögur stjórnar skulu kynntar á sama vettvangi og ađalfundarbođ sem og kynntar sérstaklega á fundinum sjálfum. Lagabreytingatillögur annarra félagsmanna má bera fram á sjálfum ađalfundinum.
 • 26. gr. Stangist lagaákvćđi í lögum Eirar á viđ lög SHA skulu lög SHA ráđa. Gera skal viđeigandi lagaúrbćtur á nćsta ađalfundi.
  Verđi lögum SHA breytt á ţann veg ađ ţađ hafi áhrif á starfsemi Eirar skal stjórn Eirar gera viđeigandi ráđstafanir til ađ mćta viđkomandi breytingum. Gera skal viđeigandi lagaúrbćtur á nćsta ađalfundi.

VI. Fjármál

 • 27. gr. Stjórn félagsins hefur heimild til ţess ađ leita fjármagns utan veggja háskólans, bćđi í formi styrkja sem og samninga.
 • 28. gr. Reikningar félagsins skulu miđast viđ ađalfund ár hvert.
 • 29. gr. Stjórn félagsins skal eftir fremsta megni reyna ađ útvega styrki sem nota skal til ţess ađ greiđa fyrir einn stjórnarmeđlim á ráđstefnur NSSK og ENSA. Ţá skal formađur velja stjórnarmeđlim til ţess ađ sćkja slíka ráđstefnu fyrir hönd Eirar.
 • 30. gr. Fráfarandi stjórn Eirar skal skilja eftir á reikning félagsins ekki minna en ţví sem nemur 150.000 kr ţegar hún víkur fyrir nýrri stjórn.

VII. Önnur ákvćđi

 • 31. gr. Ákvćđi til bráđabirgđa

–           a. Breytingar á 2. gr. laga ţessa eru háđar ţví ađ öll deildarfélög SHA samţykki breytinguna á ađalfundum sínum. Lögin öđlast ţví ekki gildi nema samţykki allra deildarfélaga liggi fyrir. Ađ öđrum kosti skulu ţau falla úr gildi.

 • 32. gr. Eir fylgir í einu og öllu ţeim verklagsreglum sem SHA hefur í gildi um viđbrögđ viđ kyndbundinni og kynferđislegri áreitni og kynbundnu og kynferđislegu ofbeldi innan SHA. 

Lögum ţessum verđur ađeins breytt á ađalfundi.
Lög ţessi öđlast ţegar gildi. 

Ţessi lög voru samţykkt 14.febrúar 2018


Stúdentfélag Háskólans á Akureyri

Sólborg v/norđurslóđ
              kt. 420888-2799         

600 Akureyri, Iceland              sha@sha.is               

Skráđu ţig á póstlistann