Valmynd Leit

Ráðningahæfni og atvinnumöguleikar stúdenta

Málþingið, sem fjallar um ráðningahæfni og atvinnumöguleika stúdenta, verður haldið í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 1. nóvember n.k. þar sem aðilar frá öllum háskólum á landinu taka þátt og verða fulltrúar stúdentahreyfinga háskólanna einnig viðstaddir, auk þess sem málþingið verður opið öllum meðan pláss leyfir. Meðal þeirra sem verða með erindi eru Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, Gunnar Haugen, framkvæmdastjóri Capacent ráðninga og Guðrún Geirsdóttir, bologna sérfræðingur um gæðamál háskóla.

Þeir sem vilja mæta og taka þátt í málþinginu er velkomið að skrá sig á föstudagsmorguninn milli 8.30 og 9.00 í Háskólanum á Akureyri. Skráningargjald er 2.000 kr og er innifalið í því hádegismatur og fundargögn.


Athugasemdir


Landssamtök íslenskra stúdenta