Eir

Eir, félag heilbrigðisnema við Háskólann á Akureyri

Eir er félag heilbrigðisvísindanema við Háskólans á Akureyri. Félagið var stofnað árið 1990 og er nú stærsta aðildarfélag innan SHA. Nafn félagsins kemur úr norrænni goðafræði en Eir var gyðja sem bjó yfir mætti til lækninga. Í Snorra-Eddu segir gyðjan Eir hafi verið „læknir bestur”. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna nemenda á heilbrigðisvísindasviði og að vera málsvari þeirra innan skólans sem utan.

Á aðalfundi félagsins sem haldinn er á vorönn er farið yfir lög félagsins ásamt því að ný stjórn er kjörin. Stjórn Eirar er skipuð af sjö fulltrúum: formanni, varaformanni, fjármálafulltrúa, ritara, meðstjórnanda, hagsmunafulltrúa og fjarnemafulltrúa. Í kringum nýnemadaga á haustönn eru svo kjörnir inn þrír nýnemafulltrúar - einn fyrir hverja deild. Þessir fulltrúar sitja í stjórn fram að stjórnarskiptum að vori. Stjórn Eirar mun leggja sitt af mörkum til að auka samheldni meðal stúdenta ásamt því að gera félagslíf heilbrigðisvísindanema sem skemmtilegast og fjölbreyttast.

Instagram

Facebook síða

Facebook hópur

Ertu með spurningu eða athugasemd? Sendu okkur póst!