Eir

Eir, félag heilbrigðisnema við Háskólann á Akureyri

Eir, félag heilbrigðisnema, var stofnað árið 1990. Nafn félagsins er fengið úr norrænni goðafræði en Eir var gyðja sem bjó yfir mætti til lækninga.

Eir er stærsta undirfélagið svo það verður nóg að gera í vetur. Skólaárið byrjar með nýnemakvöldi Eirar þar sem starfsemi félagsins verður kynnt og kosinn verður nýnemi í stjórn. Það verður brjálað stuð og frábært tækifæri til að kynnast nýju fólki.

Það verður  heilmikið að gera í hverjum mánuði, hvort sem það tilheyrir unglingnum í okkur, íþróttakálfinum, fjölskyldunni eða menningarálfinum. Litlir sem stórir viðburðir verða á sínum stað, einnig í samstarfi við önnur undirfélög og aðra aðila. Óvissuferð, kaffihúsakvöld, vísindaferðir og fáein tjútt verða á sínum stað ásamt stórum viðburðum á vegum SHA þar sem EIR mun að sjálfsögðu vera fremst í flokki.

Ertu með spurningu eða athugasemd? Sendu okkur póst!

akap

 

Abaco