Skráning í aðildarfélag og/eða fyrir stúdentakort

Þegar þið skráið ykkur í aðildarfélag þá er einnig hægt að sækja um rafrænt stúdentakort. Ef þið viljið ekki skrá ykkur í aðildarfélag en viljið samt sem áður fá stúdentakort þá er hægt að haka við það inn á skráningarforminu. 

Til þess að geta tekið þátt í starfsemi þess aðilarfélags sem tilheyrir þinni deild, þarft þú að skrá þig.
Það kostar ekkert að skrá sig til 15. september 2023 klukkan 23:59.
Eftir það þarf að hafa samband við framkvæmdarstjórn með því að senda tölvupóst á sha@sha.is, í emailinu þarf að koma fram fullt nafn, unak-mail, símanúmer og hvort að þú viljir vera á póstlista SHA. Eftir þann tíma þarf að greiða 5000 kr. skráningargjald í aðildarfélag fyrir skólaárið, 2.500 kr. fyrir misserið. 

Þú skráir þig HÉR. 

*Það gæti tekið tíma fyrir kortið að virkjast fyrir nýnema eða þá sem ekki hafi verið skráðir í SHA. Til þess að kippa því í laginn er mælt með að senda póst á sha@sha.is eða kíkja uppá skrifstofu SHA, sem staðsett er í D-húsi.