Aðild í SHA

SKRÁNING Í AÐILDARFÉLÖG & AÐGANGUR AÐ STÚDENTAKORTI

Aðildarfélög

Allir stúdentar verða að skrá sig í aðildarfélag í upphafi hvers skólaárs HÉR

Það er á ábyrgð stúdenta að skrá sig í sitt aðildarfélag ár hvert. Það kostar ekkert að skrá sig til 15. september 2024 klukkan 23:59. Eftir að skráningarfrestur lýkur þarf að greiða 5.000 kr. skráningargjald í aðildarfélag fyrir skólaárið og 2.500 kr. fyrir misserið. 

AÐILDARFÉLÖG SHA

Aðildarfélög SHA eru 7 talsins og skiptast eftir sviðum. SHA hvetur stúdenta til þess að velja það aðildarfélag sem fellur undir það svið sem þeir stundar nám við. Það gerir stúdentum kleift að kynnast stúdentum sem stunda sama nám og þeir.

 

 

STÚDENTAKORT SHA

Stúdentar fá aðgang að stúdentakorti SHA fyrir skólaárið 2024-2025 þann 1. september. Stúdentar fá ekki sjálfvirkan aðgang að stú

dentakortinu, því þýðir ekki að skrá sig inn í appið ykkar fyrr en 1. september þar sem aðgangurinn ykkar verður ekki virkur fyrr en þá. Þeir stúdentar sem skrá sig eftir 1. september fá aðgang þann 16. september eftir að skráningu lýkur.

Þú getur nálgast rafræna stúdentakortið okkar í App Store og Google Play, appið heitir Stúdentafélag HA. Með framvísun stúdent

akortsins getur þú nýtt þér hina ýmsu afslætti sem má finna í appinu okkar.

Verið dugleg að spyrja hvort söluaðilar séu með skólatilboð, það er mjög algengt að um afslætti sé að ræða gegn framvísun rafræns skólakorts. 

 

 

 


ALGENGAR SPURNINGAR

Ég kemst ekki inn í appið á unak-mailinu mínu

  • Ertu búin/n að skrá þig í aðildarfélag fyrir skólaárið? ef svarið er nei getur þú sent okkur lína á sha@sha.is 
  • Varstu að fá nýjan síma og varst nú þegar komin/n með aðgang? ef svo er gætu við þurft að endurvirkja aðgangninn þinn, sendu okkur línu á sha@sha.is

Ég vill ekki vera í aðildarfélagi en langar í stúdentakortið, þarf ég þá að borga skráningargjaldið?

  • Nei það kostar ekkert að fá aðgang að stúdentakortinu okkar, þú getur sent okkur línu á sha@sha.is svo við getum græjað aðgang fyrir þig. Við viljum þó benda á að stúdentar sem eru ekki í aðildarfélagi gætu verið hafnað aðgengi á viðburði aðildarfélags. Þá færðu ekki sömu kjör og samnemendur þínir á ákveðnum viðburðum og lotuhittingum.

Ég gleymdi að skrá mig í aðildarfélag fyrir 15. september, er það orðið of seint?

  • Nei, þú hins vegar þarf að greiða skráningargjald, 5.000 kr. fyrir skólaárið eða 2.500 kr. fyrir misserið. Hafðu samband við okkur með því að senda tölvupóst á sha@sha.is, þar sem þarf að koma fram: nafn, unak-mail, símanúmer, í hvaða aðildarfélag þú vilt skrá þig í og hvort þú viljir vera á póstlista SHA. -