Þemis

 

Þemis, félag laganema við Háskólann á Akureyri

Félagið var stofnað vorið 2004 og var Ingólfur Friðriksson kosinn fyrsti formaður þess. Á fyrsta formlega aðalfundi félagsins sem haldinn var í febrúar 2005 öðlaðist félagið svo loks nafn sem fengið var úr grísku goðafræðinni en Þemis var gyðja réttlætis í grískri goðafræði og var hlutverk hennar einna helst að halda verndarhendi yfir allri lögbundinni skipan, bæði með guðum og mönnum.

Þemis var lengi undirfélag Kumpána en varð sjálfstætt undirfélag SHA (Stúdentafélags Háskólann á Akureyri, þá FSHA) eftir aðalfund félagsins í mars 2009.

Þemis er hagsmunafélag laganema við deildina auk þess sem stjórn félagsins sér um að skipuleggja viðburði fyrir félagsmenn.

Tímaritið Lögfræðingur er gefið út á vegum Þemis og er tilgangur útgáfunnar m.a. að auka umræðu á lögfræðilegum álitaefnum sem efst eru á baugi í íslensku þjóðlífi hverju sinni.

Stjórn Þemis mun leggja sitt að mörkum til að félagslíf stúdenta sé bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Farið verður í vísindaferðir í fyrirtæki og stofnanir, haldnir verða lotuhittingar og aðrir skemmtilegir viðburðir og reynt verður að koma til móts við sem flesta í þeim efnum.

Ertu með spurningu eða athugasemd? Sendu okkur póst!