Kumpáni

Kumpáni, félag félagsvísindanema við Háskólann á Akureyri

Kumpáni er kraftmikið félag félagsvísinda- og sálfræðinema við Háskólann á Akureyri. Markmið félagsins er að gæta sameiginlegra hagsmuna stúdenta við félagsvísinda og sálfræðideild og vera málsvari þeirra innan skóla sem utan. Ásamt því að halda uppi fjölbreyttu og öflugu félagslífi.

Félagið Kumpáni var stofnað vorið 2004 og skiptist þá í lögfræði og félagsvísindi, eftir að hafa verið eitt ár undir Magister. Til gamans má geta að fyrstu önnina var félagið án nafns en nafnið Kumpáni var valið um haustið á stofnárinu.

Árið 2005 stofnuðu laganemar við Háskólann á Akureyri, Þemis félag laganema sem fyrst um sinn var undirfélag Kumpána. Það var svo 2009 sem Þemis klauf sig frá Kumpána og varð sjálfstætt deildarfélag SHA.

Kumpáni stefnir að því að fara í fjöldann allan af vísindaferðum auk þess að standa fyrir bjórkvöldum, skemmtiferðum og nýnemakvöldi.

Stjórn Kumpána skipa 7 fulltrúar: formaður, varaformaður, fjármálastjóri, ritari, fulltrúi sálfræðinema, nýnemafulltrúi félagsvísinda og nýnemafulltrúi sálfræðideildar. Á aðalfundi Kumpána sem haldin er ár hvert er ný stjórn kosin ásamt því er farið yfir lög félagsins.

Ertu með spurningu eða athugasemd? Sendu okkur póst!

 

Facebook síða Kumpána