Undir stúdentaráði starfar framkvæmdastjórn félagsins. Hún samanstendur af forseta, varaforseta og fjármálastjóra SHA. Daglegur rekstur félagsins er á höndum þessara þriggja aðila á skrifstofu SHA sem staðsett er í D-húsi. Hægt er að hafa samband við skrifstofu í gegnum þau netföng og símanúmer sem tilgreind eru hér að neðan. Á skrifstofu Stúdentafélags Háskólans á Akureyri fá stúdentar aðstoð í þeim ágreiningsmálum sem upp kunna að koma innan Háskólans á Akureyri. Þar eru veittar ráðleggingar um framhald málsins og hvernig viðkomandi geta leitað réttar síns innan háskólans. Á skrifstofunni er að finna almennar upplýsingar um rétt stúdenta og hvaða leiðir eru færar til að leysa hin ýmsu mál sem upp kunna að koma. Skrifstofan rekur réttindamál einstakra stúdenta sé þess óskað. Fullrar nafnleyndar er gætt, nema samþykki um annað liggi fyrir.Við reynum að leysa úr öllum málum á skjótan og sem bestan hátt eða beinum þeim til þar til bærra aðila. Þér er einnig velkomið að kíkja til okkar í kaffi og spjall! Framkvæmdastjórn tekur ekki ákvarðanir um skuldbindingar félagsins án þess að hafa samþykki meirihluta stúdentaráðs á bak við sig.
Under the Student Council operates the Executive Board of the association. It consists of the president, vice president, and treasurer of SHA. The day-to-day operations of the association are managed by these three officers from the SHA office, which is located in Building D. The office can be contacted via the email addresses and phone numbers listed below. At the office of the Student Union of the University of Akureyri, students can receive assistance with disputes that may arise within the university. Advice is provided on how to proceed and how the student in question can exercise their rights within the university. The office also provides general information about student rights and the available channels for resolving various issues that may occur. It can also handle individual student rights cases upon request. Full confidentiality is maintained unless other arrangements are agreed upon. We strive to resolve all matters quickly and in the best possible way, or to refer them to the appropriate authorities. You are also welcome to drop by for coffee and a chat! The Executive Board does not make decisions involving commitments on behalf of the association without the approval of a majority of the Student Council.
Framkvæmdastjórn SHA 2025-2026/SHA Executive Board 2025–2026

|
Dagbjört Elva Kristjánsdóttir
Forseti/President sími: 867-0895 netfang: forsetisha@unak.is
|

|
Bríet Stefanía Þorsteinsdóttir
Varaforseti/Vice President sími: 696-6024 netfang: varaforsetisha@unak.is
|

|
Rakel Sif Davíðsdóttir
Fjármálastjóri/Financial manager sími: 852-2666 netfang: fjarmalsha@unak.is
|
Opnunartími/Opening hours:
Skrifstofa SHA er í D-húsi og þar tekur framkvæmdastjórn SHA vel á móti þér!
The SHA office is located in Building D, where the SHA Executive Board will gladly welcome you!
Kvörtunarferli stúdenta/Student Complaint Procedure:
Að leggja fram kvörtun getur verið erfitt og sérstaklega í háskóla. SHA ákvað því að setja upp hvernig kvörtunarferlið er innan háskólans. Ef nemandi á erfitt með að kvarta sjálfur, s.s. þar sem er valdamisvægi (fjöldi nemenda á móti kennurum í nefnd eða ráði) getur hann beðið annan sem hann velur að tala máli sínu. Sá fulltrúi getur verið annar nemandi (formaður/forseti aðildarfélags), starfsmaður háskólans eða einhver utanaðkomandi. Skjal til þess að finna hvernig kvörtunarferlið fer fram má finna hér.
Ef það eru einhverjar spurningar varðandi kvörtunarferlið þá er alltaf hægt að hafa samband við okkur í Framkvæmdastjórn, t.d. að senda okkur póst eða senda okkur línu á Facebook.
Filing a complaint can be difficult, especially in a university setting. Therefore, SHA has established a clear outline of the complaint procedure within the university. If a student finds it challenging to file a complaint on their own—for example, due to a power imbalance (such as the number of students versus teachers on a committee or council)—they may ask someone they choose to speak on their behalf. This representative can be another student (such as the chair/president of a member association), a university staff member, or an external party. A document explaining how the complaint process works can be found here. If you have any questions regarding the complaint procedure, you can always contact us in the Executive Board, for example by emailing us or sending us a message on Facebook.
Hvert getur þú leitað/Where You Can Turn?
- Nemendaskrá: Á skrifstofu Nemendaskrár í Sólborg er hægt að fá allar almennar upplýsingar og aðstoð sem og vottorð um skólavist og staðfest afrit af námsferlum og prófskírteinum. Netfangið er nemskra@unak.is og síminn er 460-8000.
- Nemendaráðgjöf: Við Háskólann á Akureyri starfa nemendaráðgjafar. Hlutverk ráðgjafarþjónustunnar er fjölþætt og felst m.a. í því að veita nemendum háskólans margvíslega þjónustu, stuðning og leiðbeiningar á meðan á námi stendur. Auk þess leiðbeinir ráðgjafi væntanlegum nemendum um val á námi og veitir ráðgjöf og upplýsingar um nám í HA og þjónustu innan háskólans sem nemendur og almenningur eiga kost á. Nemendaráðgjafi hefur umsjón með málefnum fatlaðra nemenda og nemenda með sértæka námsörðugleika. Skrifstofa ráðgjafa er staðsett í G-húsi á Sólborg.
- Sálfræðiþjónusta: Hlutverk sálfræðings er fyrst og fremst að vera til staðar fyrir stúdenta, vinna að fræðslu og forvörnum. Einnig er í boði Hugræn atferlismeðferð (HAM námskeið) fyrir nemendur gjaldfrjálst. Hugræn atferlismeðferð er gagnreynd sálfræðimeðferð sem hefur reynst mjög árangursrík við ýmsum vanda, til dæmis þunglyndi, kvíða, lágu sjálfsmati og reiði. Gerðar hafa verið margar rannsóknir á árangri HAM meðferða og byggt á niðurstöðum þeirra hefur meðferðin víða verið tekin upp sem fyrsti valkostur í heilbrigðiskerfum um allan heim þegar kemur að sálfræðimeðferðum.
- Alþjóðaskrifstofa: Verkefnastjórar alþjóðamála veita stúdentum og kennurum upplýsingar um erlent samstarf Háskólans á Akureyri og þau tækifæri sem þar liggja. Þar er hægt að kynna sér allt sem snýr að skiptinámi. Verkefnisstjórar alþjóðamála vinna fyrst og fremst að því efla samstarf við erlenda háskóla og stofnanir sem og að hafa yfirumsjón með nemenda og kennaraskiptaáætlunum á borð við Nordplus, Erasmus og North2North og stuðlar að aukinni þátttöku háskólans í ýmsum áætlunum Evrópusambandsins á sviði vísinda, menntunar og þjálfunar. Alþjóðaskrifstofan er staðsett á 4. hæð á Borgum.
- Kennslumiðstöð HA: Ef tölvumálin eru í ólestri, þá geta stúdentar leitað til kennslumiðstöðvar. Starfsmenn hennar leiðbeina stúdentum með tölvumál, taka við ábendingum og veita aðgang að ýmsum tækjum. Á heimasíðu þeirra má nálgast ýmsar gagnlegar leiðbeiningar sem snúa að tækni- og tölvumálum. Kennslumiðstöðin er staðsett á K-gangi, á neðri hæð Sólborgar.
- Bókasafn: Á bókasafni Háskólans á Akureyri er að finna mikinn fjölda bóka og rita sem nýtist stúdentum í námi þeirra við skólann. Á bókasafninu er einnig hægt að fá aðstoð við hina ýmsu hluti s.s. leit í gagnasöfnum, notkun á heimildaskráningaforritum og margt fleira.
- Skrifstofur fræðasviða: Á skrifstofum fræðasviðanna starfa skrifstofustjórar sem veita upplýsingar um námsleiðir og uppbyggingu náms á sínum deildum.
- Heiða Kristín Jónsdóttir, skrifstofustjóri Hug- og félagsvísindasviðs
- Anna Bryndís Sigurðardóttir, skrifstofustjóri Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs
Í handbók nemenda má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um réttindi og skyldur nemenda við nám og starf í Háskólanum á Akureyri. Þar er einnig að finna ýmsan fróðleik og gagnlegar upplýsingar um lífið á Akureyri. Handbókina má nálgast hér.
Einnig er vefsíða skólans aðgengileg og upplýsandi, og þar má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar.
- Student Registry: At the Student Registry office in Sólborg, you can get general information and assistance, as well as certificates of enrollment and certified copies of transcripts and diplomas. The email address is nemskra@unak.is, and the phone number is +354 460 8000.
- Student Counseling: The University of Akureyri employs student counselors. Their role is multifaceted, providing various services, support, and guidance to students throughout their studies. They also advise prospective students on program choices and provide information about studying at the university and available services for students and the public. The student counselor oversees matters concerning students with disabilities and those with specific learning difficulties. The counseling office is located in Building G at Sólborg.
- Psychological Services: The primary role of the psychologist is to be available to students, working on education and prevention. Cognitive Behavioral Therapy (CBT) courses are also offered free of charge to students. CBT is an evidence-based psychological treatment proven effective for issues such as depression, anxiety, low self-esteem, and anger. Many studies have shown the success of CBT, and it has been widely adopted as a first-line treatment option in health systems worldwide for psychological therapies.
- International Office: International project managers provide students and staff with information about the University of Akureyri’s international partnerships and opportunities. This office handles everything related to exchange studies. The project managers primarily work to strengthen cooperation with foreign universities and institutions and oversee student and teacher exchange programs such as Nordplus, Erasmus, and North2North. They also promote increased university participation in various European Union programs related to science, education, and training. The International Office is located on the 4th floor of Borgir.
- Teaching Center: If you’re having trouble with IT, students can turn to the Teaching Center. Its staff assist students with computer-related issues, take feedback, and provide access to various equipment. Their website offers useful guides on technical and IT-related topics. The Teaching Center is located on the K corridor, lower floor of Sólborg.
- Library: The University of Akureyri’s library holds a large collection of books and publications useful to students in their studies. The library also offers assistance with various tasks such as searching databases, using citation management software, and more.
Faculty Offices:
Faculty offices are staffed by administrative managers who provide information about study programs and academic structures within their departments:
-
Heiða Kristín Jónsdóttir, Administrative Manager, School of Humanities and Social Sciences
-
Anna Bryndís Sigurðardóttir, Administrative Manager, School of Health Sciences, Business, and Natural Sciences
Student Handbook:
The student handbook contains practical information about students’ rights and responsibilities during their studies and activities at the University of Akureyri. It also includes interesting and useful information about life in Akureyri. The handbook can be accessed here.
University Website:
The university’s website is accessible and informative, containing various useful details.