Stafnbúi

,,Hermaður sem átti rúm í stafni skips, sæmdarstaða" - Eitthvað þessu líkt sér maður þegar flett er upp orðinu Stafnbúi í orðabókinni.

En það er einmitt nafnið á nemendafélagi nema við Auðlindadeild í Háskólanum á Akureyri. Félagið hefur verið við lýði frá því sjávarútvegsdeildin var stofnuð hér við skólann, árið 1990. Reyndar var þetta fyrst bara félag Sjávarútvegsnema við HA en svo þegar umhverfis- og orkufræðibraut og líftæknibraut bættust við var þetta allt sameinað undir Auðlindadeild.

Markmið félagsins er að kynna deildina útávið, efla félagslífið sem og tengsl nemenda við atvinnulífið.

Til dæmis um viðburði sem félagið stendur fyrir er Dorgveiðimótið, Smakk-kvöldið,  vísindaferðir í fyrirtæki og ferðalög út á land. Við erum þekkt fyrir mikla samstöðu og keppnisskap og höfum ósjaldan borið sigur úr býtum í hinu rómaða sprellmóti Háskólans, sem er tvímælalaust hápunktur skemmtanalífs skólans.

 

Ertu með spurningu eða athugasemd? Sendu okkur póst!

   samherji