Samþykktir Eirar

Samþykktir Eirar, félags heilbrigðisvísindanema við Háskólann á Akureyri 

 

I. Nafn, aðsetur og tilgangur.

§ 1. gr. Félagið heitir Eir og er félag stúdenta við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri.  Félagið er með kennitöluna 670291-1389 og er aðildarfélag SHA. Aðsetur félagsins er  í húsakynnum Háskólans á Akureyri og er varnaþing þess á Akureyri.

§ 2. gr. Félagar eru allir þeir sem innritaðir eru í heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri og hafa skráð sig í félagið.

§ 3. gr. Markmið félagsins eru:

a) Að gæta sameiginlegra hagsmuna nemenda heilbrigðisvísindasviðs og vera málsvari þeirra, innan skólans sem utan.

b) Að vinna að aukinni samheldni meðal nemenda.

c) Að stuðla að góðri samvinnu við önnur deildafélög innan skólans.

d) Að stuðla að góðri samvinnu við önnur félög hjúkrunarfræðinema hér á landi sem og erlendis.

§ 4. gr. Leysist félagið upp renna öll réttindi og skyldur þess til SHA.

Sitji enginn í stjórn félagsins leysist það upp.

 

II. Aðalfundur og kosningar.

§  5. gr. Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda minnst sjö dögum fyrir aðalfund SHA. Til fundarins skal boða á tryggilegan hátt, með auglýsingu á samfélagsmiðlum félagsins, með minnst sjö daga fyrirvara, og er hann þá lögmætur.

·          Ef aðalfundur telst ekki löglegur skal boða til og halda nýjan aðalfund á næstu sjö dögum og telst sá fundur löglegur.

·6. gr. Framboð til embætta sem kosið er um á aðalfundi skulu berast stjórn eigi síðar en á miðnætti fyrir settan aðalfund upphaf aðalfundar.

· 7. gr. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

1.            Fundur settur.

2.            Skipun kjörnefndar.

3.            Skýrsla fráfarandi stjórnar lesin upp.

4.            Reikningar lagðir fram.

5.            Samþykkktabreytingar teknar fyrir.

   6.            Kosning stjórnarmeðlima:

– Kosning formanns.

– Kosning varaformanns.

– Kosning fjármálastjóra.

– Kosning ritara.

–Kosning hagsmunafulltrúa.

–Kosning fjarnemafulltrúa

7.                 Kosning í önnur embætti:

– Kosning í fulltrúa í viðburðanefnd SHA

– Kosning fulltrúa í alþjóðanefnd SHA

– Kosning fulltrúa í kynninganefnd SHA

– Kosning fulltrúa á deildafundi úr annarri deild en formannsins.

8.                 Önnur mál.

9.                 Stjórnarskipti.

10.   Fundi slitið.

 

§  8. gr. Hver félagsmaður hefur atkvæðisrétt og kjörgengi. Einfaldur meirihluti skal ráða niðurstöðum kosninga á aðalfundi.

 

§  9. gr. Stjórnarmeðlimir eru allir kosnir í sérstakri kosningu. Kosið er sér í hvert embætti fyrir sig. Kosning til stjórnar, sem og önnur embætti, skal fara fram með leynilegum atkvæðagreiðslum á aðalfundi félagsins. Þeir aðilar sem kosnir eru skulu vera bæði úr hjúkrunarfræðideild og iðjuþjálfunarfræðideild.

·          Berist ekki nægilega margar framboðsyfirlýsingar til að fullmanna embætti innan félagsins sem tilgreind eru í samþykktum þess er heimilt að opna fyrir framboð á aðalfundi.

 

·          Berist ekki framboð frá aðilum beggja deilda heilbrigðisvísindasviðs er ekki heimilt að fylla í öll sæti stjórnarinnar. Sæti ritara skal þá standa ómannað og ábyrgð þess flutt á stjórnarmeðlim sem formaður velur þar til framboð berst í það.

 

·          Nýnemafulltrúar skulu kosnir á sérstökum nýnemadegi í byrjun hverjar haustannar og skal annar þeirra koma úr iðjuþjálfun og hinn úr hjúkrunarfræði.

 

·          Geti nýnemafulltrúi ekki sinnt starfi sínu af einhverjum ástæðum skal finna nýjan nýnemafulltrúa eins fljótt og unnt er.

 

·§  10. gr. Falli atkvæði jafnt við kjör skal endurtaka kosningu milli viðkomandi frambjóðenda og falli atkvæði enn jafnt ræður hlutkesti. Sé aðeins einn frambjóðandi í kjöri skoðast hann sem sjálfkjörinn án kosninga.

§  11. gr. Kjörnefnd skipuð þremur nemendum á aðalfundi skal annast skipulag og framkvæmd kosninga.

§  12. gr. Fráfarandi stjórn skal funda með nýrri stjórn Eirar innan við viku frá aðalfundi. Fráfarandi stjórn skal á þeim vettfangi skila af sér öllum gögnum sem og eigum félagsins og setja nýja stjórn inn í mál félagsins.

 

III. Stjórn

§  13. gr. Í stjórn félagsins skulu sitja níu nemendur sem allir eru skráðir nemendur við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri, eru staðbundnir að undanskildum fjarnemafulltrúa, og sem uppfylla skilyrði 2. gr. um félagaaðild.

–          a. Embætti innan stjórnar Eirar eru eftirfarandi:

                              i. Formaður

                              ii. Varaformaður

                             iii. Ritari

                             iv. Fjármálastjóri

                          v. Meðstjórnandi

                             vi. hagsmunafulltrúi

                             vii. Fjarnemafulltrúi

                          viii. Nýnemafulltrúi hjúkrunarfræðinema

                              ix. Nýnemafulltrúi iðjuþjálfunarfræðinema

–          b. Stjórn Eirar situr stjórnarfundi og fer með æðsta ákvörðunarvald félagsins á milli aðalfunda.

–          c. Stjórn Eirar er heimilt að boða á stjórnarfund aðila sem ekki sitja í stjórn félagsins. Aðilar þessir hafa ekki atkvæðisrétt á stjórnarfundum, en hafa þó málfrelsi og tillögurétt.

–          d. Fulltrúar Eirar í nefndum og ráðum skulu miðla upplýsingum til stjórnar Eirar.

–          e. Stjórn Eirar skal útnefna einn fulltrúa hjúkrunarfræðinema til setu í náms- og matsnefnd hjúkrunarfræðideildar og einn fulltrúa iþjuþjálfunarfræðinema til setu í náms- og matsnefnd iþjuþjálfunarfræðideildar.

  14. gr. Hlutverk stjórnarmeðlima eru eftirfarandi:

 

a) Formaður

 i. Formaður kemur fram fyrir hönd félagsmanna út á við. Hann skal boða til félags- og stjórnarfunda svo oft sem þess gerist þörf og verður þá eða skipar fundarstjóra.

ii. Formaður úthlutar verkefnum til annara stjórnarmeðlima og geta þeir ekki skorast undan þeim nema með leyfi formanns.

iii. Formaður skal sjá til þess að samþykktir félagsins séu uppfærð í samræmi við samþykktabreytingar sem samþykktar eru á aðalfundi.

iv. Formaður hefur yfirumsjón með framkvæmdum á vegum félagsins og ber hann endanlega ábyrgð á málefnum þess.

v. Formaður hefur umsjón með tölvupóstfangi félagsins.

vi. Formaður situr deildarfundi (ásamt fulltrúa þeirrar deildar sem formaðurinn er ekki í), deildarfundi Heilbrigðisvísindasviðs fyrir hönd nemenda, deildarráðsfundi (ásamt fulltrúa þeirrar deildar sem formaðurinn er ekki í) og er fulltrúi Eirar í Stúdentaráði SHA.

 vii. Formaður sér um það að kynna samþykktir Eirar sem og samþykktir SHA fyrir öðrum stjórnarmeðlimum og skal það gert innan sjö daga eftir að hann tekur við embætti.

 

b) Varaformaður

 i. Varaformaður skal vera formanni innan handar í öllum málum og gegna starfi formanns í forföllum hans.

ii. Ef varaformaður getur ekki gegnt því hlutverki af einhverjum ástæðum skal annar stjórnarmeðlimur taka hans stað.

 

 

 

c) Ritari

§  i. Ritara ber að skrá fundargerðir stjórnarfunda og færa þær inn á heimasíðu félagsins svo nemendur hafi greiðan aðgang að þeim. 

§  ii. Ritari er umsjónarmaður samfélagsmiðla félagsins.

§  iii. Áður en formleg stjórnarskipti eiga sér stað ber ritara að taka saman allar fundargerðir fráfarandi stjórnar prenta þær út og setja í möppu nemendafélagsins.

 

d) Fjármálastjóri

§  i. Fjármálastjóri hefur yfirumsjón með fjárreiðum allra nefnda og ráða á vegum félagsins, einnig hefur hann umsjón með öllum fjárreiðum félagsins í samráði við stjórn.

§  ii. Þarf hann að standa skil á fjárreiðum félagsins á aðalfundi þess.

§  iii. Fjármálastjóra er skylt að skila nýrri stjórn löglegu bókhaldi á kynningarfundi með nýjum fjármálastjóra.

 

e) Hagsmunafulltrúi

 

§  i. Hann sér um samskipti við önnur nemendafélög hjúkrunarfræðinema við háskóla á Íslandi sem og háskóla erlendis.

§  iii. Hagsmunafulltrúi sér um það að halda samskiptum við Félag Íslenskra Hjúkrunarfræðinga.

§  iv Hagsmunafulltrúi situr fyrir hönd hjúkrunarfræðinema í námsnefnd hjúkrunarfræðideildar

  .v Hagsmunafulltrúi þarf að hafa lokið 1. ári í hjúkrunarfræði. 

 

 f) Meðstjórnandi

·          i. Meðstjórnandi sér um undirbúning og skipulagningu félagsstarf ásamt öðrum stjórnarmeðlimum.

 

 g) Fjarnemafulltrúi

·   i.   Fjarnemafulltrúi ber ábyrgð á að vera tengiliður félagsins við fjarnema Heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri.

 

h) Nýnemafulltrúar

§  i. Nýnemafulltrúar taka þátt í undirbúningi og skipulagningu félagsstarfs. Jafnframt skulu þeir halda uppi öflugum og góðum tengslum milli stjórn Eirar og nemanda á sínu fyrsta ári.

 

§  15. gr. Allir stjórnarmeðlimir eru bundnir trúnaði varðandi það sem þeir kunna að heyra í félagsstarfi sínu er snertir mál einstakra nemenda.

§  16. gr. Stjórn skal gæta hagsmuna allra nemenda innan heilbrigðisvísindasviðs og mismunun er með öllu óheimil.

§  17. gr. Á félagsfundi getur félagsmaður borið upp vantraust á meðlim eða meðlimi stjórnar.  Tillaga hans þarf að hljóta samþykki 2/3 fundarmanna til að hún nái fram að ganga enda sé a.m.k. tíundi hluti félagsmanna á félagsfundinum.

§  18. gr. Segi stjórnarmaður af sér, eða ef samþykkt er vantraust á stjórnarmann, skal stjórnin óska eftir framboðum frá félagsmönnum og kjósa svo sín á milli hvaða frambjóðandi skuli taka við stöðunni. Við þessa kosningu ræður meirihluti atkvæða, séu atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns úrslitum. Sé það formaður sem sé að stíga frá ræður atkvæði varaformanns úrslitum.

§  19. gr. Segi þrír eða fleiri stjórnarmeðlimir af sér, eða sé samþykkt vantrauststillaga á þrjá eða fleiri stjórnarmeðlimi telst stjórnin vanhæf og skal boða til félagsfundar að viku liðinni þar sem kosin verður ný stjórn.

§  20. gr. Náist ekki að fylla í allar stöður stjórnarinnar á aðalfundi nemendafélagsins fellur það í hlut formanns að flytja skyldur og ábyrgð ófylltra sæta á aðra stjórnarmeðlimi.

 

IV. Félags- og stjórnarfundir

§  21. gr. Félagsfundur skal haldinn ef tíundi hluti félagsmanna fer skriflega fram á félagsfund eða meirihluti stjórnar. Fundurinn skal haldinn innan viku og ber stjórninni að boða til fundarins með tryggilegum hætti með minnst tveggja daga fyrirvara.

§  22. gr. Kynningarkvöld fyrir fyrsta árs nema, svo kallað Nýnemakvöld, skal haldið á haustdögum við upphaf skólaárs. Aðalmarkmið þess er að kjósa nýnemafulltrúa í stjórn félagsins, kynna námið, félag nemenda, starfsemi þess sem og nemendur innbyrðis.

§  23. gr. Hefja skal hvern stjórnarfund á því að samþykkja fundargerð síðasta fundar.

 

V. Samþykktabreytingar

§  24. gr. Samþykktabreytingar skulu eingöngu eiga sér stað á aðalfundi. Til að samþykktarbreyting öðlist gildi þarf hún að vera samþykkt af einföldum meirihluta fundarmanna sem mættir eru á löglegan aðalfund.

§  25. gr. Samþykktarbreytingatillögur stjórnar skulu kynntar á sama vettvangi og aðalfundarboð sem og kynntar sérstaklega á fundinum sjálfum. Samþykktarbreytingatillögur annarra félagsmanna má bera fram á sjálfum aðalfundinum.

§  26. gr. Stangist samþykktaákvæði í samþykktum Eirar á við samþykktir SHA skulu samþykktir SHA ráða. Gera skal viðeigandi samþykktarúrbætur á næsta aðalfundi.

Verði samþykktum SHA breytt á þann veg að það hafi áhrif á starfsemi Eirar skal stjórn Eirar gera viðeigandi ráðstafanir til að mæta viðkomandi breytingum. Gera skal viðeigandi samþykktaúrbætur á næsta aðalfundi.

 

VI. Fjármál

§  27. gr. Stjórn félagsins hefur heimild til þess að leita fjármagns utan veggja háskólans, bæði í formi styrkja sem og samninga.

§  28. gr. Reikningar félagsins skulu miðast við aðalfund ár hvert.

§  29. gr. Stjórn félagsins skal eftir fremsta megni reyna að útvega styrki sem nota skal til þess að greiða fyrir einn stjórnarmeðlim á ráðstefnur NSSK og ENSA. Þá skal formaður velja stjórnarmeðlim til þess að sækja slíka ráðstefnu fyrir hönd Eirar.

§  30. gr. Fráfarandi stjórn Eirar skal skilja eftir á reikning félagsins ekki minna en því sem nemur 150.000 kr þegar hún víkur fyrir nýrri stjórn.

 

VII. Önnur ákvæði

§  31. gr. Ákvæði til bráðabirgða

– a. Breytingar á 2. gr. samþykkta þessa eru háðar því að öll deildarfélög SHA samþykki breytinguna á aðalfundum sínum. Samþykktin öðlast því ekki gildi nema samþykki allra deildarfélaga liggi fyrir. Að öðrum kosti skulu þau falla úr gildi.

·          32. gr. Eir fylgir í einu og öllu þeim verklagsreglum sem SHA hefur í gildi um viðbrögð við kyndbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi innan SHA. 

Samþykktum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi.

Samþykktir þessar öðlast þegar gildi. 

 

Þessar samþykktir voru samþykkt 17.febrúar 2020