Samþykktir félagsins - Kumpáni

 

I. kafli Heiti félags, aðsetur og tilgangur 

 

1. gr. Félagið heitir Kumpáni, félag félagsvísinda- og sálfræðinema við Háskólann á Akureyri. Félagið hefur kennitöluna 421104-3790 og er heimili þess og varnarþing á Akureyri.

 

2. gr. Heimild til skráningar í félagið hafa eingöngu þeir stúdentar sem skráðir eru í félagsvísinda- og sálfræðideild Háskólans á Akureyri og greitt hafa innritunargjald til skólans. 

  1. Frestur til að skrá sig í félagið rennur út 15. september kl 23:59 ár hvert og ber félagsmönnum að skrá sig í félagið árlega. 

  1. Óski nemendur eftir að skrá sig í félagið að þeim tíma liðnum, er það tekið  sérstaklega fyrir hjá framkvæmdastjórn SHA. 

  1. Stjórn Kumpána hefur heimild til þess að rukka félagsgjöld eftir að skráningarfrestur rennur út og fer sú upphæð til SHA. 

  1. Hver félagi getur skráð sig úr félaginu ef hann kýs, hvort sem hann skiptir um deild eða af öðrum ástæðum. 

  1. Félagsmenn einir hafa atkvæðisrétt á aðal- og félagsfundum. 

 

3. gr. Markmið félagsins eru: 

  1. Að gæta sameiginlegra hagsmuna stúdenta við félagsvísinda- og sálfræðideild og vera málsvari þeirra innan skólans sem og utan. 

  1. Að vinna að aukinni samheldni meðal stúdenta. 

  1. Að stofna til samstarfs við félög félagsvísinda- og sálfræðinema annarra skóla, hérlendis og erlendis. 

  1. Að standa fyrir ferðum, fræðslufundum og viðburðum fyrir félagsmenn sína. 

  

II. kafli Aðalfundur og kosningar 

 

4. gr. Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund Kumpána skal halda minnst viku fyrir aðalfund SHA. Til fundarins skal boða með auglýsingu á tryggilegan hátt, með sjö daga fyrirvara hið minnsta, og er hann þá lögmætur. 

 

5. gr. Ef aðalfundur telst ekki löglegur skal boða til nýs aðalfundar að viku liðinni og telst sá fundur löglegur. 

 

6. gr. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir: 

  1. Fundur settur. 

  1. Kosning fundarstjóra. 

  1. Kosning fundarritara. 

  1. Skýrsla formanns. 

  1. Skýrsla fjármálastjóra og afgreiðsla reikninga. 

  1. Samþykktabreytingar. 

  1. Kosning formanns. 

  1. Kosning stjórnarmeðlima. 

Kosning varaformanns  

Kosning ritara 

Kosning fjármálastjóra 

  1. Kosning fulltrúa í fastanefndir SHA. 

Kosning fulltrúa Kumpána í viðburðanefnd 

Kosning fulltrúa Kumpána í alþjóðanefnd 

Kosning fulltrúa Kumpána í kynninganefnd 

  1. Önnur mál. 

  1. Stjórnarskipti. 

  1. Fundi slitið. 

 

7. gr. Aðeins félagsmenn Kumpána hafa atkvæðisrétt og kjörgengi í stjórn og önnur embætti sem kosið er til á aðalfundi. Einfaldur meirihluti skal ráða niðurstöðum kosninga á aðalfundi. 

 

8. gr. Formaður skal vera kosinn í sérstakri kosningu. 

 

9. gr. Kosning til stjórnar skal fara fram með leynilegum atkvæðagreiðslum á aðalfundi félagsins. 

 

10. gr. Fundarstjóri og fundarritari skulu annast skipulag og framkvæmd kosninga á aðalfundi. 

 

11. gr. Nýnemafulltrúar eru tilnefndir af stjórn Kumpána í byrjun haustmisseris. 

 

12. gr. Framboð skulu berast á netfang Kumpána: kumpani@sha.is 

 

13. gr. Veita skal framboðsfrest og tillögur að samþykktabreytingum þar til einum sólarhring fyrir boðaðan aðalfund. Berist ekki nægilega mörg framboð til að fullmanna embætti innan félagsins sem tilgreind eru í samþykktum þess er heimilt að opna fyrir framboð á aðalfundi. 

  

III. Kafli Stjórn 

 

14. gr. Stjórn Kumpána skal skipuð sjö staðbundnum stúdentum í félagsvísinda- og sálfræðideild sem uppfylla skilyrði 2. gr um félagsaðild. 

  1. Í stjórn skulu sitja sjö aðilar sem gegna eftirfarandi embættum: Formaður, varaformaður, ritari, fjármálastjóri, fulltrúi nýnema í félagsvísindadeild, fulltrúi nýnema í sálfræðideild og fulltrúi nýnema í lögreglufræðideild. Stjórn Kumpána skal tilnefna fulltrúa í náms- og matsnefnd í byrjun haustmisseris ár hvert. Þá hefur fulltrúi sálfræðinema eða félagsvísindanema áheyrnar- og tillögurétt innan stjórnar Kumpána. 

Auk ofangreindra embætta skal kjósa á aðalfundi einn fulltrúa í eftirtaldar fastanefndir SHA: Alþjóðanefnd, Kynninganefnd og Viðburðanefnd. Náist ekki að manna fastanefndir SHA á aðalfundi, er stjórn Kumpána heimilt að tilnefna sína fulltrúa. 

  1. Stjórn Kumpána situr stjórnarfundi og fer með æðsta ákvörðunarvald félagsins á milli aðalfunda. 

  1. Stjórninni er heimilt að kalla á sinn fund fulltrúa Kumpána í nefndum og ráðum. Fulltrúar þessir hafa ekki atkvæðisrétt á stjórnarfundum, en hafa þó málfrelsi og tillögurétt. 

  1. Allir stjórnarmeðlimir eru bundnir trúnaði varðandi það sem þeir kunna að heyra í félagsstarfi sínu er snertir mál einstakra nemenda. 

  1. Á stjórnarfundum Kumpána ræður meirihluti atkvæða úrslitum mála. Ef atkvæði falla jafnt ræður atkvæði formanns, nema ef um fjármál er að ræða en þá ræður atkvæði fjármálastjóra. 

 

15. gr. Hlutverk formanns skulu vera þau sem hér á eftir segir: 

  1. Formaður kemur fram fyrir hönd nemenda út á við. Hann skal boða til félags- og stjórnarfunda svo oft sem þess gerist þörf og tekur við hlutverki fundarstjóra eða skipar annan. Formaður skal einnig sjá til þess að samþykktir félagsins séu uppfærð í samræmi við samþykktabreytingar sem samþykktar eru á aðalfundi. 

  1. Formaður hefur yfirumsjón með framkvæmdum á vegum félagsins og ber hann endanlega ábyrgð á málefnum þess. 

  1. Formaður situr fræðasviðsfundi, deildarráðsfundi og deildarfundi félagsvísindadeildar eða sálfræðideildar fyrir hönd stúdenta 

  1. Formaður er fulltrúi Kumpána í Stúdentaráði. 

  1. Formaður sér um það að kynna samþykktir Kumpána sem og samþykktir SHA fyrir öðrum stjórnarmeðlimum og skal það gert innan sjö daga eftir að hann tekur við embætti. 

  1. Formaður hefur umsjón með tölvupóstfangi félagsins. 

  1. Formaður getur einnig fengið kort að reikningum félagsins svo lengi sem öll stjórn Kumpána samþykki það á stjórnarfundi, það kort skal þó ekki notað nema með samþykki fjármálastjóra. 

  1. Formaður skal vera staðbundinn. 

  1. Ef formaður er sálfræðinemi situr hann ofangreinda fundi sálfræðideildar og tilnefnir nemenda félagsvísindadeildar til þess að sitja sömu fundi hjá sinni deild og öfugt.  

  1. Hætti formaður störfum skal varaformaður taka við störfum hans. 

 

16. gr. Hlutverk varaformanns skulu vera þau sem hér á eftir segir: 

  1. Varaformaður skal vera formanns innan handar í öllum málum og gegna starfi formanns í forföllum hans. 

  1. Ef varaformaður getur ekki gegnt því hlutverki af einhverjum ástæðum skal annar stjórnarmeðlimur taka hans stað. 

  1. Ef ekki næst að manna stöðu varaformanns tveimur vikum eftir aðalfund, skal ritari taka stöðu varaformanns og gegna báðum embættum út skólaárið. 

  1. Varaformaður skal vera staðbundinn. 

 

17. gr. Hlutverk ritara skulu vera þau sem hér á eftir segir: 

  1. Ritari ritar niður fundargerðir félagsins og færir þær inn á svæði  félagsins þar sem aðrir stjórnarmeðlimir hafi greiðan aðgang að þeim. 

  1. Ritari skal hafa yfirumsjón með öllum samfélagsmiðlum Kumpána samhliða formanni. 

  1. Náist ekki að manna stöðu ritara tveimur vikum eftir aðalfund, skal varaformaður taka hlutverk ritara að sér og gegna báðum stöðum. 

  1. Áður en formleg stjórnarskipti eiga sér stað ber ritara að taka saman allar fundargerðir fráfarandi stjórnar og setja í rafræna möppu nemendafélagsins. 

  1. Ritari skal vera staðbundinn. 

 

18. gr. Hlutverk fjármálastjóra skulu vera þau sem hér á eftir segir: 

  1. Fjármálastjóri hefur yfirumsjón með fjárreiðum á vegum félagsins, í samráði við stjórn. 

  1. Fjármálastjóri hefur prókúru félagsins. 

  1. Hann þarf að standa skil á fjárreiðum félagsins á aðalfundi þess. 

  1. Fjármálastjóra er skylt að skila nýrri stjórn löglegu bókhaldi á kynningarfundi með nýjum fjármálastjóra. 

  1. Fjármálastjóri skal vera staðbundinn. 

 

19. gr. Hlutverk fulltrúa sálfræðideildar og félagsvísindadeildar skulu vera þau sem hér á eftir segir: 

  1. skal vera tengiliður stjórnar Kumpána við nemendur á sálfræðideild eða félagsvísindadeild. 

  1. skal sitja sviðs- deildar- og deildarráðsfundi sem fulltrúi Kumpána. 

  1. skal vera kosinn á aðalfundi 

  1. skal vera nemi í sálfræði eða félagsvísindum 

  1. skal vera staðbundinn. 

 

20. gr. Hlutverk nýnemafulltrúa félagsvísindadeildar skulu vera þau sem hér á eftir segir: 

  1. Nýnemafulltrúi félagsvísindadeildar skal vera tengiliður stjórnar Kumpána við stúdenta á sínu fyrsta ári við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. 

  1. Skal vera kosinn í byrjun haustmisseris ár hvert. 

  1. Á að vera kosinn í embætti í rafrænni kosningu, svo lengi sem hún er nafnlaus. 

  1. Situr í stjórn út skólaárið, nema hann sé kosinn í önnur embætti innan stjórnar á aðalfundi. 

  1. Bjóði sitjandi fulltrúi sig í annað embætti á aðalfundi, skal stjórn Kumpána velja annan fyrsta árs nema til að gegna stöðunni út skólaárið.   

  1. Nýnemafulltrúi félagsvísindadeildar skal vera staðbundinn. 

 

21. gr. Hlutverk nýnemafulltrúa sálfræðideildar skulu vera þau sem hér á eftir segir: 

  1. Nýnemafulltrúi sálfræðideildar skal vera tengiliður stjórnar Kumpána við stúdenta á sínu fyrsta ári við sálfræðivísindadeild Háskólans á Akureyri. 

  1. Skal vera kosinn í byrjun haustmisseris ár hvert. 

  1. Á að vera kosinn í embætti í rafrænni kosningu, svo lengi sem hún er nafnlaus. 

  1. Situr í stjórn út skólaárið, nema hann sé kosinn í önnur embætti innan stjórnar á aðalfundi. 

  1. Bjóði sitjandi fulltrúi sig í annað embætti á aðalfundi, skal stjórn Kumpána velja annan fyrsta árs nema til að gegna stöðunni út skóla árið.  

  1. Nýnemafulltrúi sálfæðinema skal vera nemi í sálfræði. 

  1. Nýnemafulltrúi sálfræðinema skal vera staðbundinn. 

 

22. gr.  Hlutverk nýnemafulltrúa lögreglufræðideildar skulu vera þau sem hér á eftir segir: 

  1. Nýnemafulltrúi lögreglufræðideildar skal vera tengiliður stjórnar Kumpána við stúdenta á sínu fyrsta ári við lögreglufræðideild Háskólans á Akureyri. 

  1. Skal vera kosinn í byrjun haustmisseris ár hvert. 

  1. Á að vera kosinn í embætti í rafrænni kosningu, svo lengi sem hún er nafnlaus. 

  1. Situr í stjórn út skólaárið, nema hann sé kosinn í önnur embætti innan stjórnar á aðalfundi. 

  1. Bjóði sitjandi fulltrúi sig fram í annað embætti á aðalfundi, skal stjórn Kumpána velja annan fyrsta árs nema til að gegna stöðunni út skólaárið.   

  1. Nýnemafulltrúi lögreglufræðideildar þarf ekki að vera staðbundinn. 

 

23. gr. Á félagsfundi getur félagsmaður borið upp vantraust á meðlim eða meðlimi stjórnar. Tillaga hans þarf að hljóta samþykki 2/3 fundarmanna til að hún nái fram að ganga enda sé a.m.k. 1/10 félagsmanna á félagsfundinum. 

 

24. gr. Falli stjórnarmeðlimur frá á miðju stjórnartímabili, segi sig úr stjórn, eða hætti námi við Háskólann á Akureyri, fellur það í verkahring eftirsitjandi stjórnar að fylla í þá stöðu sem losnað hefur. 

 

25. gr. Uni félagsmenn ekki niðurstöðu sitjandi stjórnar um skipun stjórnarmeðlims skal efnt til kosningar félagafundar ef 2/3 félagsmanna óska þess. 

 

26. gr. Hlutverk stjórnar er að tilnefna þrjá fulltrúa fyrir hverja deild í náms- og matsnefnd, fulltrúa fjarnema og fulltrúa á deildarfund félagsvísinda/sálfræðideildar í byrjun haustmisseris. Sé formaður Kumpána í félagsvísindadeild, skal stjórn tilnefna fulltrúa í stjórn úr sálfræðideild. Sé formaður Kumpána í sálfræðideild, skal stjórn tilnefna fulltrúa í stjórn úr félagsvísindadeild. 

  

IV. Kafli. Félagsfundur 

 

27. gr. Félagsfundur skal haldinn ef 1/5 félagsmanna fer skriflega fram á félagsfund eða meirihluti stjórnar. Fundurinn skal haldinn innan viku og ber stjórninni að boða til fundarins með tryggilegum hætti með minnst tveggja daga fyrirvara. 

  

V. Kafli. Samþykktarbreytingar 

 

28. gr. Samþykktarbreytingar skulu eingöngu eiga sér stað á aðalfundi. Til að samþykkta breyting öðlist gildi þarf hún að vera samþykkt af a.m.k. meirihluta fundarmanna sem mættir eru á löglegan aðalfund. 

 

29. gr. Samþykktarbreytinga tillögur 

  1. Samþykktarbreytinga tillögur stjórnar skulu kynntar á sama vettvangi og aðalfundarboð sem og kynntar sérstaklega á fundinum sjálfum. 

  1. Samþykktarbreytinga tillögur fundarmanna þurfa að berast fundarstjóra fyrir 5. lið dagskrár aðalfundar eins og segir í 6. grein. 

  

VI. Kafli. Fjármál 

 

30. gr. Stjórn félagsins hefur heimild til þess að leita fjármagns utan veggja háskólans, bæði í formi styrkja sem og samninga. 

 

31. gr. Skoðunarmaður reikninga skal fara yfir reikninga fyrir aðalfund félagsins. 

 

32. gr. Lausafjárstaða Kumpána skal eigi vera minni en sem nemur 150.000 krónum við stjórnarskipti. 

 

33. gr. Sé lausafjárstaða Kumpána meiri en nemur 600.000 krónum við stjórnarskipti fær félagið ekki árlegt framlag SHA á komandi skólaári. 

 

34. gr. Liggi sérstök ástæða að baki svo hárri lausafjárstöðu Kumpána má senda skriflega beiðni til SHA um undanþágu á ákvæði 34. gr. 

  

VII. Kafli. Slit á félaginu 

 

35. gr. Nú leysist félagið upp og renna þá öll réttindi og skyldur til SHA. 

  

VIII. Kafli. Önnur ákvæði 

 

36. gr. Stjórn Kumpána er heimilt að greiða út umbun til fráfarandi stjórnar fyrir störf í þágu félagsins og skóla. Umbunin skal vera andvirði aðgöngumiða á árshátíð SHA. 

 

37. gr. Samþykktir félagsins skulu ávallt vera aðgengileg í nýjustu útgáfu á vef félagsins og vera öllum félagsmönnum aðgengileg með þeim hætti. 

 

38. gr. Allir þeir sem sinna trúnaðarstörfum fyrir Kumpána eru bundnir trúnaði um viðkvæm mál sem þeir kunna að verða áskynja við störf sín fyrir félagið. 

 

39. gr. Fundargerðir aðalfunda félagsins skulu vera aðgengilegar öllum félagsmönnum.  

 

40. gr. Stangist samþykktar ákvæði í samþykktum Kumpána á við samþykktir SHA skulu samþykktir SHA ráða. Gera skal viðeigandi samþykktarúrbætur á næsta aðalfundi. 

 

41. gr. Verði samþykktum SHA breytt á þann veg að það hafi áhrif á starfsemi Kumpána skal stjórn Kumpána gera viðeigandi ráðstafanir til að mæta viðkomandi breytingum. Gera skal viðeigandi samþykktaúrbætur á næsta aðalfundi. 

 

42. gr. Kumpáni fylgir verklagsreglum SHA um viðbrögð við kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi innan SHA. 

  

Samþykktir þessar voru samþykktar á aðalfundi Kumpána þann 15. mars 2023