Samþykktir Reka, félags viðskiptafræðinema við Háskólann á Akureyri
Kafli I – Grunnreglur félagsins
1. gr. Um félagið
Félagið heitir Reki, og er deildarfélag viðskiptafræðinema við Háskólann á Akureyri.
Félagið hefur kennitöluna 560191-2009, og er heimili þess og varnarþing á Akureyri.
2. gr. Um félagaaðild
Félagsmenn eru innritaðir nemendur viðskiptadeildar Viðskipta- og raunvísindasviðs við Háskólann á Akureyri, sem hafa greitt innritunargjald til skólans og skráð sig í Reka.
a) Frestur til að skrá sig í félagið rennur út klukkan 23:59, 15. september ár hvert og ber félagsmönnum að uppfæra skráningar sínar árlega.
b) Hver félagi getur skráð sig úr félaginu ef hann kýs, hvort sem hann skiptir um deild eða af öðrum ástæðum.
c) Stjórn hefur heimild til þess að innheimta skráningargjald ef félagi skráir sig eftir að skráningu lýkur sem nemur 5000 kr, og fer upphæðin til SHA.
d) Félagi getur einungis verið skráður í Reka og ekki er leyfilegt að vera skráður í annað félag.
3. gr. Tilgangur félagsins
Tilgangur Reka er fjórþættur:
a) Að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og að vera málsvari þeirra innan Háskólans og utan.
b) Að efla innbyrðis tengsl félagsmanna sinna og virkja þá til þátttöku í störfum félagsins.
c) Að efla tengsli nemenda við fyrirtæki á sviði viðskiptafræða.
d) Að standa fyrir ferðum, fræðslufundum og skemmtunum fyrir félagsmenn sína.
4. gr. Aðild Reka að öðrum félögum
Reki er beinn aðili að Félagi stúdenta við Háskólann á Akureyri (SHA).
Kafli II – Stjórn félagsins
5. gr. Um stjórn Reka
Stjórn Reka skal að jafnaði skipuð 5 staðarnemum sem uppfylla skilyrði 2. gr. um félagaaðild. Þeir skulu gegna eftirfarandi embættum:
a) Formaður
i. Formaður Reka er forsvarsmaður og málsvari félagsins og tengiliður við SHA. Hann boðar til almennra félagsfunda, aðalfunda og stjórnarfunda Reka. Hann skal sitja fundi Stúdentaráðs SHA.
ii. Formaður er kosinn í kosningu fyrir eða á aðalfundi Reka ár hvert. Ef ekkert framboð berst óskar stjórn Reka eftir framboðum eftir aðalfund. Það er gert á samfélagsmiðlum Reka og framboð skulu send með tölvupósti.
iii. Formaður situr deildarfundi viðskiptadeildar, deildarráðs- og fræðasviðsfundi Viðskipta- og raunvísindasviðs fyrir hönd nemenda ásamt náms- og matsnefndarfundum Viðskiptadeildar.
b) Varaformaður
i. Varaformaður er staðgengill formanns og er honum innan handar við daglega stjórn félagsins. Hann ritar fundargerðir félagsins. Varaformaður er kosinn í kosningu fyrir eða á aðalfundi Reka ár hvert. Ef ekkert framboð berst óskar stjórn Reka eftir framboðum eftir aðalfund. Það er gert á samfélagsmiðlum Reka og framboð skulu send með tölvupósti.
c) Fjármálastjóri
i. Fjármálastjóri annast fjármálastjórn og reikningsskil félagsins í samráði við stjórn (sjá nánar í 20. gr.).
ii. Fjármálastjóri er kosinn í kosningu fyrir eða á aðalfundi Reka ár hvert. Ef ekkert framboð berst óskar stjórn Reka eftir framboðum eftir aðalfund. Það er gert á samfélagsmiðlum Reka og framboð skulu send með tölvupósti.
iii. Fjármálastjóra er skylt að skila nýrri stjórn löglegu bókhaldi á kynningarfundi með nýjum fjármálastjóra.
d) Meðstjórnandi
i. Meðstjórnandi er kosinn í kosningu fyrir eða á aðalfundi Reka ár hvert. Ef ekkert framboð berst óskar stjórn Reka eftir framboðum eftir aðalfund. Það er gert á samfélagsmiðlum Reka og framboð skulu send með tölvupósti. Hann sinnir almennum störfum félagsins ásamt öðrum stjórnarmeðlimum.
e) Fulltrúi nýnema
i. Fulltrúi nýnema er kosinn af stjórn Reka úr hópi nýnema í byrjun haustmisseris sem tengiliður stjórnar við nýnema í viðskiptafræði. Hann er einnig meðstjórnandi og aðstoðar við stjórn félagsins.
6. gr. Aðrir tengiliðir við stjórn Reka
a) Viðburðanefnd
Fulltrúi situr fyrir hönd Reka í viðburðanefnd SHA. Fulltrúi þessi er kosinn í kosningu fyrir eða á aðalfundi Reka ár hvert. Ef ekkert framboð berst óskar stjórn Reka eftir framboðum eftir aðalfund. Það er gert á samfélagsmiðlum Reka og framboð skulu send með tölvupósti.
b) Alþjóðanefnd
Fulltrúi situr fyrir hönd Reka í alþjóðanefnd SHA. Fulltrúi þessi er kosinn í kosningu fyrir eða á aðalfundi Reka ár hvert. Ef ekkert framboð berst óskar stjórn Reka eftir framboðum eftir aðalfund. Það er gert á samfélagsmiðlum Reka og framboð skulu send með tölvupósti.
c) Kynnigarnefnd
Fulltrúi situr fyrir hönd Reka í kynningarnefnd SHA. Fulltrúi þessi er kosinn í kosningu fyrir eða á aðalfundi Reka ár hvert. Ef ekkert framboð berst óskar stjórn Reka eftir framboðum eftir aðalfund. Það er gert á samfélagsmiðlum Reka og framboð skulu send með tölvupósti.
d) Náms- og matsnefnd
Fulltrúi situr fyrir hönd Reka í Náms- og matsnefnd. Fulltrúi þessi er kosinn í kosningu fyrir eða á aðalfundi Reka ár hvert. Ef ekkert framboð berst óskar stjórn Reka eftir framboðum eftir aðalfund. Það er gert á samfélagsmiðlum Reka og framboð skulu send með tölvupósti.
7. gr. Stjórnarfundir
8. gr. Kjörtímabil stjórnar
Stjórn Reka situr á milli aðalfunda félagsins. Stjórnarskipti skulu fara fram á fyrsta fundi Reka eftir aðalfund.
9. gr. Breytingar á stjórn
10. gr. Aðrar reglur um stjórn Reka
Þeir sem kjörnir eru til trúnaðarstarfa á vegum Reka skulu ávallt gæta trúnaðar gagnvart einstaka nemendum, komi upp viðkvæm mál er að þeim snúa.
Þeim sem gegna störfum í þágu Reka er með öllu óheimilt að þiggja þóknun fyrir störf sín.
Kafli III – Aðalfundir og aðrir félagsfundir
11. gr. Hlutverk aðalfunda
Aðalfundur er æðsta vald í málefnum Reka. Á aðalfundi er kosið í embætti formanns, varaformanns, fjármálastjóra, meðstjórnanda og aðra fulltrúa sem tilgreindir eru í 6.gr. Á aðalfundi skulu samþykktabreytingartillögur bornar til atkvæða, ef einhverjar eru.
12. gr. Tímasetning aðalfunda
Aðalfundir Reka skulu haldnir árlega innan einnar viku fyrir aðalfundi SHA. Þó er heimilt að bregða frá framangreindum dagsetningum í samráði við Stúdentaráð SHA.
13. gr. Boðun aðalfunda
14. gr. Kosningaréttur og kjörgengi á aðalfundum
Kosningarétt og eftir atvikum kjörgengi hafa þeir sem uppfylla skilyrði 2. gr. um félagaaðild.
15. gr. Lögmæti aðalfundar
Aðalfundur telst löglegur og ályktunarbær hafi hann verið boðaður skv. samþykktum Reka.
16. gr. Leiðbeinandi dagskrá aðalfunda
1) Setning aðalfundar.
2) Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3) Skipun kjörnefndar.
4) Skýrsla formanns um liðið starfsár.
5) Skýrsla fjármálastjóra um liðið fjárhagsár. Reikningar bornir undir atkvæði.
6) Samþykktabreytingar, sbr. 17. gr.
7) Kosningar stjórnarmeðlima:
a. Formanns
b. Varaformanns
c. Fjármálastjóra
d. Meðstjórnandi
8) Kosning í önnur embætti:
Fulltrúi Reka í :
a. Alþjóðanefnd
b. Kynninganefnd
c. Viðburðanefnd
d. Náms- og matsnefnd
9) Úrslit úr kjöri í embætti tilkynnt og ný stjórn Reka kynnt.
10) Önnur mál.
11) Fundargerð aðalfundar lesin upp í lok fundar og borin undir atkvæði.
12) Aðalfundi slitið.
Fundargerð aðalfundar skal liggja fyrir á vefsíðu Reka innan viku frá aðalfundi.
17. gr. Samþykktabreytingar á aðalfundi
Samþykktum Reka má eigi breyta nema á aðalfundi. 2/3 atkvæða fundargesta sem uppfylla skilyrði 2. gr. um félagaaðild þarf til að samþykkja samþykktarbreytingartillögur.
18. gr. Kosningar í embætti til stjórnar Reka
19. gr. Kjörstjórnin
Kjörstjórn skal skipuð fráfarandi stjórnarmeðlimum sem ekki óska eftir endurkjöri í embætti, minnst 3 talsins. Vanti upp á að kjörstjórn nái 3 skulu valdir félagsmenn úr sal til starfa í kjörstjórn.
20. gr. Almennir félagsfundir
Almennir félagsfundir skulu boðaðir af formanni Reka þegar þurfa þykir. Þó skal halda félagsfund óski minnst 10 félagsmenn þess skriflega. Félagsfundir skulu boðaðir samfélagsmiðlum Reka, með minnst 7 daga fyrirvara, þó skal félagsfundur ekki fara fram seinna en 14 dögum eftir að áskorun barst formanni.
Kafli IV – Fjármál félagsins
21. gr. Reikningsskil
22. gr. Fjárhagslegar skuldbindingar og samningar
Kafli V – Önnur starfsemi
23. gr. Málgagn Reka
24. gr. Kynningarfundur fyrir nýnema
Stjórn Reka skal í upphafi haustmisseris halda kynningarfund fyrir nýnema til að kynna nám í viðskiptafræði, félagið Reka og starfsemi þess. Auglýsa skal eftir framboðum í embætti fulltrúa nýnema, sjá e-lið 5.gr.
Kafli VI - Annað
25. gr. Sameiningar við önnur deildarfélög
26. gr. Slit félagsins
Aðeins má leggja félagið niður með samþykki 2/3 atkvæða á lögboðuðum aðalfundi Reka. Eigi félagið einhverjar eignir við niðurlagningu skulu þær ganga til SHA.
Nú verður kennslu hætt í viðskiptafræði eða öðrum rekstrar- og fjármálagreinum og skal þá félagið sjálfkrafa lagt niður við útskrift síðasta árgangs í ofangreindum námsgreinum.
27. gr. Stjórn reka er heimilt að greiða út umbun fyrir störf í þágu félagsins og skóla. Umbunin nemur að hámarki andvirðis aðgöngumiða á Árshátíð SHA. Þeir nemar sem eiga tilkall til umbunar er fráfarandi stjórn félagsins sem setið hefur allt kjörtímabilið og sinnt störfum sínum líkt og samþykktir kveða á um. Nýrri stjórn er heimilt að neita þessari umbun ef fráfarandi meðlimur hefur ekki sinnt störfum sínum líkt og samþykktir kveða á um eða ef fjárhagur félagsins leyfir það ekki.
28. gr. Reki fylgir í einu og öllu þeim verklagsreglum sem SHA hefur í gildi um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi innan SHA.
29. gr. Gildistaka samþykktana