Stúdentaráð

Stúdentafélag Háskólans á Akureyri er félag allra innritaðra stúdenta við Háskólann á Akureyri. Félagið er fyrst og fremst hagsmunafélag stúdenta, bakland og sameiningartákn aðildarfélaga þess og þeirra aðila sem sinna trúnaðarstörfum á vegum félagsins. Stúdentafélag Háskólans á Akureyri hefur yfirumsjón með atburðum á sviði skemmtana-, íþrótta- og fjölskyldumála og stendur á bakvið aðildarfélög sín til þess að sinna þessum málaflokkum innan sinna deilda. Félagið stendur vörð um hagsmuni heildarinnar, stuðlar að bættri heilsu og líðan stúdenta og vinnur náið með starfsfólki skólans að kynningarmálum, hagsmunamálum og öðru því sem snertir stúdenta, beint eða óbeint. Auk þess sem félagið vinnur náið með hagsmunafélögum annarra stúdenta, sérstaklega í gegnum LÍS – Landssamtök íslenskra stúdenta.

Stúdentaráð samanstendur af fjölbreyttum hópi einstaklinga þar sem ólík sýn og skoðanir mætast. Stúdentaráð fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Það er skipað 15 einstaklingum. Níu eru kosnir á aðalfundi félagsins: forseti, varaforseti, fjármálastjóri, fulltrúi stúdenta í Háskólaráði HA og formenn fastanefnda. Einnig eiga sæti í ráðinu forsetar allra aðildarfélaga. 

Framkvæmdastjórn

silja

Silja Rún Friðriksdóttir 

Forseti 
gsm: 841-0338
netfang: forsetisha@sha.is

Hanna

Hanna Karin Hermannsdóttir

Varaforseti
gsm: 847-0006
netfang: varaforsetisha@unak.is

Ragnheiður Rós Kristjánsdóttir

Fjármálastjóri
gsm: 612-7901
netfang: fjarmalsha@unak.is

Formenn aðildafélaga 

 Brynjar Már

Brynjar Már Halldórsson

Formaður Data
gsm: 618-2801
netfang:  bmh3@unak.is

 

Jón Guðmundsson

Forseti Eirar
gsm: 777-5060
netfang: jgg1@unak.is

 Kristjana

Kristjana Freydís

Formaður Kumpána
gsm: 778-6647
netfang: kfs2@unak.is

 Kristbjörg

Kristbjörg M. Aðalsteinsdóttir

Forseti Magister
gsm: 824-7258
netfang: kma4@unak.is

 Páll

Páll Andrés Alfreðsson

Forseti Reka
gsm: 694-3595
netfang: paa1@unak.is

 una

Una M. Eggertsdóttir

Forseti Stafnbúa
gsm: 866-0737
netfang: ume1@unak.is

 margrét lillý

Margrét Lillý Einarsdóttir

Formaður Þemis
gsm: 770-0150
netfang: mte1@unak.is

Kynntu þér aðildarfélög SHA hér

Fulltrúar stúdenta í nefndum og ráðum

 rakel

Rakel Rún Sigurðardóttir

Fulltrúi stúdenta í Gæðaráði
gsm: 846-1425
netfang: ha190019@unak.is

 

Lilja Margrét Óskarsdóttir

Fulltrúi stúdenta í Háskólaráði
gsm: 698-8902
netfang: lmo1@unak.is

 Kynntu þér nefndir og ráð SHA hér

Formenn fastanefnda

Gissur

Gissur Karl Vilhjálmsson

Formaður Alþjóðanefndar
gsm: 772-8852
netfang: gkv1@unak.is

bryndís

Bryndís Eva Stefánsdóttir

Formaður Kynninganefndar
gsm: 893-8031
netfang: bes3@unak.is

karen ósk

Karen Ósk Björnsdóttir

Formaður Viðburðanefndar
gsm: 
netfang: kob1@unak.is

 Kynntu þér fastanefndir hér


Fundagerðir Stúdentaráðs

Stúdentaráð heldur fundi mánaðarlega, það er á ábyrgð forseta SHA að boða til fundar og varaforseta SHA að rita fundagerðir sem eru síðar birtar á vefsíðu SHA.

SKOÐA FUNDAGERÐIR

 

Fyrrum stjórnir

Skoða

Saga félagsins

Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri, FSHA, var stofnað árið 1987 og hafa allir stúdentar við Háskólann á Akureyri orðið sjálfkrafa félagar frá upphafi. Tilgangur og markmið félagsins hefur þróast í takt við tímann frá því félagið var stofnað. Í upphafi var skilgreint hlutverk félagsins að efla félagslegan þroska og samvinnu stúdenta við skólann, auk þess að gæta hagsmuna þeirra gagnvart aðilum innan skólans og utan. Síðar bættust við hlutverk eins og að auðga félagslíf stúdenta en með fjölgun aðildarfélaga FSHA varð hlutverk þess einnig að styðja við bakið á þeim félögum. Hagsmunabarátta hefur sífellt færst í aukana og er það eitt meginmarkmiða félagsins. Það ver hagsmuni stúdenta, jafnt innan skólans sem utan hans, og er málsvari stúdenta í heild. Á aðalfundi félagsins árið 2018 var nafni félagsins breytt í Stúdentafélag Háskólans á Akureyri, SHA. 

Á 25 ára afmæli Háskólans á Akureyri var unnið að endurskipulagningu á félaginu og er skilgreint hlutverk þess eftirfarandi:

Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri er félag allra innritaðra stúdenta við Háskólann á Akureyri. Félagið er fyrst og fremst hagsmunafélag stúdenta, bakland og sameiningartákn undirfélaga þess og þeirra aðila sem sinna trúnaðarstörfum á vegum félagsins. Það hefur yfirumsjón með atburðum á sviði skemmtana-, íþrótta- og fjölskyldumála og stendur á bakvið undirfélög sín til þess að sinna þessum málaflokkum innan sinna sviða og deilda. Félagið stendur vörð um hagsmuni heildarinnar, stuðlar að bættri heilsu og líðan stúdenta og vinnur náið með starfsfólki skólans að hagsmunamálum, kynningarmálum og öðru því sem snertir stúdenta, beint eða óbeint.