Aðalfundur 27. febrúar 2015

Aðalfundur FSHA fór fram 27. febrúar síðastliðinn.

Ekki er hægt að segja að vel hafi verið mætt en þeir sem mættu voru frábærir og fullir af kátínu og eldmóð.

Áður en aðalfundurinn hófst var smá umræðufundur þar sem nokkrir stúdentar, ásamt framkvæmdstjórn FSHA auk Sigrúnu Magnúsdóttur, gæðastjóra, og Sólveigu Hrafnsdóttur, námsráðgjafa, ræddu hin ýmsu málefni er varða stúdenta. Eftir það var boðið upp á pizzu, en magnið af henni var nóg til að fæða allan bæinn. 

Aðalfundurinn hófst síðan með því að fundarhamri FSHA var slegið. Kosið var í emætti og trúnaðarstörf innan FSHA og tókst að manna í allar stöður. Kosið var í nýja framkvæmdastjórn og í henni eru:
Birgir Marteinsson - Formaður
Berglind Ósk Guðmundsdóttir - Varaformaður
Rannveig Lára Sigurbjörnsdóttir - Fjármálastjóri

Í lok fundarins gaf fráfarandi framkvæmdastjórn nemendum við skólann gjafir. Annars vegar voru það gjafir í hreyfisalinn og hins vegar í matsalinn.
Gjafirnar í hreyfisalinn voru eftirfarandi:
Blóðþrýstingsmælir - Til að tékka á lífsmörkunum þegar námið er að fara með mann!
Litlar og léttar lóðir - Fyrir þá sem vilja maxa eða hreinlega geta ekki lift miklu!
Sippuband - Því hver vill ekki sippa eins og enginn sé morgundagurinn?
Teygjur til að æfa upphífingar - Því einhverstaðar verður maður að byrja...

Gjöfin sem fór í matsalinn voru 20 sessur. Þessar sessur geta nemendur notast við þegar þeir eru orðnir þreyttir í rassinum eftir langa lærdómssetu í matsalnum.