Nýtt Stúdentaráð tekið við

Aðalfundur SHA fór fram í gær 21. mars en þar var kynnt ný framkvæmdastjórn.

Breytingatillögur á samþykktum SHA

Kjörstjórn hefur lokað fyrir framboð í störf SHA, nefndir og ráð HA.

Klukkan 17:00 í dag þann 21. mars lokaði kjörstjórn fyrir framboð í störf Stúdentafélags Háskólans á Akureyri, nefndir og ráð HA. Hér að neðan má sjá lista yfir þau framboð sem hafa borist. Neðst í fréttinni má sjá lista yfir þau embætti sem ekki buðust framboð í og verður opnað fyrir framboð í þau embætti á aðalfundi félagsins þann 21. mars klukkan 17:00. Auk þess smá sjá upplýsingar um þau framboð sem bárust einungis eitt framboð í og teljast þeir einstaklingar því sjálfkjörnir.

Aðalfundur SHA 2024

Stúdentaráð Stúdentafélags Háskólans á Akureyri boðar til aðalfundar Stúdentafélags Háskólans á Akureyri þann 21. mars 2024 klukkan 17:00 í Háskólanum á Akureyri.

Setjum fjármagnið þar sem eftirspurnin er sem mest!

Á dögunum barst frétt þess efnis að hæstvirtur háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ætli að auka fjölda námsplássa við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands (HÍ) úr 120 plássum yfir í 150 pláss haustið 2025. Við setjum hins vegar spurningamerki við það hvar er verið að fjölga stúdentum. Eins og staðan er núna hefur HÍ ekki náð að svara þeirri eftirspurn sem þeir hafa þar sem nú í ár hafa verið rúmlega 120 stúdentar að reyna við klásus og 120 stúdentar sem komast inn, hver er þá tilgangurinn með samkeppnisprófum?

Árshátíð 2024

Árshátíðin fer fram í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri þann 24. febrúar næstkomandi.

Byggjum upp sterkara og öflugra námssamfélag við Háskólann á Akureyri

Í dag fer fram Fullveldishátíð: Dagur stúdenta í Háskólanum á Akureyri. Af því tilefni ritar Sólveig Birna Elísabetardóttir, forseti SHA hugvekju

Niðurstaða úr könnun til stúdenta um stefnu HA

Á vinnufundi Stúdentafélags Háskólans á Akureyri þann 6. október voru meðal annars lögð fyrir verkefni og spurningar sem tengjast stefnumótunarvinnu Háskólans á Akureyri. Í kjölfar vinnufundarins sendi Stúdentaráð út könnun á alla stúdenta háskólans og gaf þeim færi á að koma skoðunum sínum varðandi stefnu háskólans á framfæri.

OFURTILBOÐSVIKA hjá Akureyri festival

Tilboðið gildir á Lemon, Kvikkí, Hamborgarafabrikkunni, Blackbox, Skyr600 og Beyglunni.

Könnun til stúdenta

Unnið er að mótun nýrrar stefnu Háskólans á Akureyri fyrir tímabilið 2024 til 2030. Við viljum heyra fjölbreyttari raddir stúdenta og óskum því eftir því að þið gefið ykkur 5 mínútur til þess að svara þessari stuttu könnun. Hún á við okkur öll og skiptir máli þear kemur að framtíð HA.