Nýnemadagskrá FSHA

Föstudaginn 30. ágúst verður FSHA með dagskrá fyrir nýnema.

Nýnemakvöld Reka

Nýnemakvöld Reka verður fimmtudaginn 29. ágúst á Café Amour á Ráðhústorginu. Mæting er kl. 19:30 en dagskráin byrjar kl. 20:00 Gylltar veigar verða í boði þar sem dagskrá og starf Reka í vetur verður kynnt. Eftir dagskrá Rekar er öllum frjálst að taka þátt í PubQuiz og/eða hlusta á trúbador. Vonumst til að sjá sem flesta nýnema!

Nýnemakvöld Magister

Nýnemakvöld Magister verður haldið mánudaginn 26.ágúst á efri hæðinni á Kaffi Amour. Við ætlum að byrja fjörið klukkan 20:00 þar sem nýnemar mæta og skella í sig pitsu og bjór.

Nýnemakvöld Eirar

Nýnemakvöld Eirar verður haldið á Kaffi Akureyri fimmtudagskvödlið 29 ágúst. Herlegheitin byrja kl. 20:00. Við ætlum að bjóða ykkur upp á afar skemmtilegt happdrætti með flottum vinningum, gæða drykki og gott með því. Við hvetjum alla til að mæta á þetta skemmtilega kvöld og hafa smá gaman áður en skólinn byrjar.

Nýnemakvöld Stafnbúa

Nýnemakvöld Stafnbúa hefst klukkan 19.00 fimmtudagskvöldið 29. ágúst og verður haldið á 2. hæð í Borgum. Í boði verða pizza og bjór og ætlum við að hafa skemmtilega leiki til að hrista saman liðið! :)

Nýnemakvöld Kumpána

Allir í Sálfræði, Fjölmiðlafræði, Nútímafræði eða Félagsvísindum! Þið mætið á Nýnemakvöld Kumpána á Brugghúsbarnum í Listagilinu þriðjudagskvöldið 27.ágúst kl. 21! Fullkomið tækifæri til að kynnast samnemendum þar sem við setjum tóninn fyrir veturinn. Botnlaust fjör og verður hinn norðlenski Kaldi á krana ásamt fleiru.

Nýnemakvöld Þemis

Nýnemakvöld Þemis verður haldið á Brugghúsbarnum fimmtudagskvöldið 29. ágúst kl. 20:30. Markmiðið með nýnemakvöldinu er að þeir sem hefja nú nám við lagadeild HA fái tækifæri til að kynnast hvert öðru og eldri nemendum sem láta margir hverjir sjá sig um kvöldið. Þá mun stjórnin kynna félagslífið fyrir nemendum og öllum klækjum sem laganemar þurfa að hafa á hreinu þegar kennsla hefst. Léttar veitingar verða í boði og afar mikilvægt er að mæta á þennan viðburð sem er fræðandi, en fyrst og fremst skemmtilegur. Stjón Þemis hlakkar til að taka á móti ferskum vindum á nýnemakvöldinu 29. ágúst.