Nýnemadagskrá FSHA

Frá nýnemadögum 2011
Frá nýnemadögum 2011

FSHA verður með nýnemaskemmtun á föstudaginn kemur, 30. ágúst. Þar verður megináherslan lögð á að skemmta nýnemum, bjóða þá velkomna í háskólann og kynna þá fyrir hvort öðru sem og eldri nemendum.

Dagskráin á föstudaginn hefst kl. 13.30 með hringingu Íslandsklukkunnar og eru nemendur allir hvattir til að mæta á bílaplanið fyrir neðan klukkuna, þar sem akademíska árinu verður hringt inn. 

FSHA býður svo nýnemum upp á Hamra þar sem flott kynning og skemmtileg hópeflisdagskrá tekur við. Rúta leggur stundvíslega af stað kl. 14 frá aðalinngangi háskólans, upp á Hamra.

Eftir leiki og skemmtilegheit á Hömrum býður FSHA upp á grillaða hamborgara og góða drykki, á Hamrasvæðinu. Reiknað er með að rúturnar verði komnar aftur á háskólaplanið um kl. 18.

Um kvöldið býður FSHA svo nýnemum og eldri nemendum velkomna á Pósthúsbarinn þar sem léttar veitingar verða í boði auk þess sem dúndur tilboð verða á barnum fyrir háskólanema. Húsið opnar kl. 20.30.

Helstu tímasetningar sem þarf að muna:

Mæta kl. 13.30 hjá Íslandsklukkunni

Mæta kl. 20.30 á Pósthúsbarinn

---

Vegna veðurs

Skipuleggjendur gera sér grein fyrir því að veðurspáin er ekki sérstök fyrir föstudaginn og að mest öll dagskráin eins og hún er núna fer fram utandyra. Við fullvissum ykkur þó um það að allar tímasetningar munu standa, þrátt fyrir veður, því við erum ávallt með plan-b í rassvasanum. Þannig sama hvernig á horfir – ekki sleppa því að mæta á skemmtilegan nýnemadag FSHA!