Samantekt úr könnun SHA “Líðan og aðstæður stúdenta Háskólans á Akureyri“

Í þessari tilkynningu má sjá niðurstöður úr könnun Stúdentafélags Háskólans á Akureyri „Líðan og aðstæður stúdenta Háskólans á Akureyri“. Í fyrstu bylgju Kóvsins lögðum við fram svipaða könnun fyrir stúdenta og svörun úr henni reyndist mikilvæg til þess að öðlast sýn inn í líðan og aðstæður stúdenta. Þessi tölfræði gefur aðeins svör við grunn upplýsingum og teljum við mikilvægt að stjórnendur háskólans fái að sjá þær sem fyrst.