Spennandi málþing um ráðningahæfni og atvinnumöguleika stúdenta

Föstudaginn 1. nóvember 2013 stendur Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri fyrir málþingi umráðningahæfni og atvinnumöguleika stúdenta - samspil háskóla og atvinnulífs. Hingað koma frambærilegir einstaklingar og verða með spennandi erindi sem höfða sérstaklega til stúdenta. Þeir sem vilja mæta og taka þátt er bent á að skrá sig með því að senda póst á skraning@fsha.is.

Varst þú búin að skrá þig á FRÍTT 60 mín. hraðlestrarnámskeið?

Varst þú búin að skrá þig á FRÍTT 60 mín. hraðlestrarnámskeið? Hraðlestrarskólinn í samstarfi við FSHA verður með frítt 60mín námskeið í stofu M203 kl. 14:00-15:00, föstudaginn 25. október 2013 - Skráning er hafin á www.h.is/60min - Kíktu á kynningu um FRÍ-námskeiðið - https://www.youtube.com/watch?v=IllbH6MdajM

Fræðslufundur um fjármögnun fasteignakaupa á KEA 17.október

Fræðslufundur um fjármögnun fasteignakaupa á KEA 17.október Hver er léttasta leiðin að þinni íbúð? Farið verður yfir það sem vert er að hafa í huga við fjármögnun fasteigna ásamt því að bera saman verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán. Nýttu þér þetta tækifæri ef þú hefur áhuga á endurfjármögnun eða ert í fasteignakaupahugleiðingum. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA, fimmtudaginn 17. október kl. 17:30. Allir velkomnir. Skráning á arionbanki.is

Fyrirtækjadagur FSHA

Fyrirtækjadagur FSHA er handan við hornið. Þann 17. október næstkomandi munu styrktaraðilar FSHA koma og kynna fyrir stúdentum vörur sína og þjónustu í hádeginu frá kl. 11.40 - 13.30

Vísindaferð Reka í Íslensk Verðbréf

Vísindaferðir eru til þess að gefa okkur góða innsýn í þennan heim viðskipta og starfssemi þessarra fyrirtækja. Nú að sinni förum við í vísindaferð til Íslenskra Verðbréfa og hafa þau verið með mjög áhugaverðar kynningar. Það verða svo einhverjar veitingar í boði þar. Eftir vísindaferðina ætlum við að halda áfram að kynnast og styrkja hópinn og fara í keiluhöllina. Það munum við spila keppniskeilu fyrir þá sem vilja, fara í pool og kasta pílum. Það kostar litlar 1000 kr fyrir meðlimi REKA og 2000 kr fyrir aðra og innifalið verður 1 leikur í keilu eða ef einhverjir vilja spila annað, þá er eins og fyrr sagði, píla og pool á svæðinu, kreppuborgara (ostborgari með káli) og gylltar veigar þar sem einn til tveir bjórar bæta bara nætursvefninn svona eftir erfiðan mánudag. Mæting í vísó kl. 17.00 í Strandgötu 3, Landsbankamegin.