Spennandi málþing um ráðningahæfni og atvinnumöguleika stúdenta

Föstudaginn 1. nóvember 2013 stendur Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri fyrir málþingi umráðningahæfni og atvinnumöguleika stúdenta - samspil háskóla og atvinnulífs. Hingað koma frambærilegir einstaklingar og verða með spennandi erindi sem höfða sérstaklega til stúdenta.

Þeir sem vilja mæta og taka þátt er bent á að skrá sig með því að senda póst á skraning@fsha.is.

Skráningargjald er 2.000 kr og er innifalið í því fundargögn og hádegisverður á Borgum. Þeir sem ekki vilja nýta sér hádegismatinn greiða 1.000 kr. Tekið verður við greiðslu í Miðborg á morgun fyrir málþingið, milli kl. 8.30 og 9.00

Hér að neðan er dagskrá málþingsin. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

08:30-09:00 - Móttaka og kaffi

09:00-09:30 - Setning og opnunarerindi - Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri setur málþingið.

09:30-10:15 - Með fulla vasa af grjóti - Guðrún Geirsdóttir, Bologna sérfræðingur. Erindið fjallar um hlutverk og svigrúm háskóla til að undirbúa nemendur sína undir atvinnulíf; Innleiðing hæfnihugsunar og hæfniviðmiða sem undirbúningur fyrir atvinnulíf, áskoranir 21. Aldarinnar, náms- og kennsluhættir á háskólastigi, dæmi um leiðir sem háskólar hafa farið til að auðvelda nemendum skrefin út í atvinnulíf

10:15-10:30 - Kaffihlé

10:30-11:15 - Þarfir atvinnulífsins í nútið og framtíð - Arnar Pálsson, forstöðumarður viðskiptaþróunar hjá Advania

11:15-12:00 - Afhverju fékk hún starfið? - Gunnar Haugen, framkvæmdastjóri Capacent ráðninga Í erindinu er farið yfir hvaða þættir liggja að baki því að bjóða umsækjanda starf, algengi ráðningamistaka og hvaða aðferðir er verið að nota til að velja rétta fólkið.

12:00-12:45 – Hádegismatur - Súpa og salat í boði fyrir ráðstefnugesti á 1.hæð á Borgum

12:45-13:30 - Making quality matterStudent involvement in quality assuance in Icelandic Higher Education of the future - Dr. Einar Hreinsson, framkvæmdastjóri Gæðaráðs íslenskra háskóla

13:30-14:30 - Pallborðsumræður

14:30-14:35 - Samantekt og slit