Fyrirtækjadagur FSHA

Mynd frá fyrirtækjadögum FSHA 2012
Mynd frá fyrirtækjadögum FSHA 2012

Fyrirtækjadagur FSHA er handan við hornið. Þann 17. október næstkomandi munu styrktaraðilar FSHA koma og kynna fyrir stúdentum vörur sínar og þjónustu í hádeginu frá kl. 11.40 - 13.30.

Atlantsolía ætlar bjóða svöngum nemum uppá pylsur og kók og kynna afsláttarmöguleika sína fyrir stúdentum.

Nova ætlar að kynna nýjustu snjalltæki og tól.

Augljós ætlar að kynna þjónustu sína í laser augnlækningum.

Strikið ætlar að koma og kynna nýjan matseðil og ef til vill vera með eitthvað gott í pokahorninu. 

Funky hárbúlla ætlar að koma með hárvörur og selja. 

Endilega komið við í Miðborg (anddyri skólans)!