Vísindaferð Reka í Íslensk Verðbréf

Íslensk Verðbréf
Íslensk Verðbréf

Vísindaferðir eru til þess að gefa okkur góða innsýn í þennan heim viðskipta og starfssemi þessarra fyrirtækja. Nú að sinni förum við í vísindaferð til Íslenskra Verðbréfa og hafa þau verið með mjög áhugaverðar kynningar. Það verða svo einhverjar veitingar í boði þar. Eftir vísindaferðina ætlum við að halda áfram að kynnast og styrkja hópinn og fara í keiluhöllina. Það munum við spila keppniskeilu fyrir þá sem vilja, fara í pool og kasta pílum. Það kostar litlar 1000 kr fyrir meðlimi REKA og 2000 kr fyrir aðra og innifalið verður 1 leikur í keilu eða ef einhverjir vilja spila annað, þá er eins og fyrr sagði, píla og pool á svæðinu, kreppuborgara (ostborgari með káli) og gylltar veigar þar sem einn til tveir bjórar bæta bara nætursvefninn svona eftir erfiðan mánudag.

Mæting í vísó kl. 17.00 í Strandgötu 3, Landsbankamegin. Muna að skrá sig í vísó og í keiluna á reki@fsha.is!

Við munum ferja alla frá Íslenskum verðbréfum og yfir í keiluhöllina. Til að geta haldið utanum ferðir á milli og annað þurfum við að hafa skráning og biðjum við fólk að skrá sig á reki@fsha.is. Reki ætlar að niðurgreiða ferðina fyrir þá sem skráðu sig í félagið og kostar þá 1000 fyrir allan pakkan. En þeir sem eru ekki skráðir í Reka og vilja koma með þurfa að borga 2000. Inn í þessu verði er: Íslenskt verðbréf og far yfir í keiluna, hamborgar í keilunni, keiluleikur, píluleikir og pool. Svo fyrir þá sem vilja verður eitthvað af bjór.

07.10.13:

Í ljósi þess að mikil skráning hefur verið í Vísindaferðina í dag þá hefur Íslensk Verðbréf boðist til að taka á móti okkur aftur seinna þar sem staðarnemar geta þá mætt. Hinsvegar ef staðarnemar vilja koma með okkur í keilu í kvöld eftir vísindaferðina og fá sér hamborgara (1000 kall fyrir bæði) - Þá er þeim velkomið að mæta. Endilega látið okkur þó vita svo keilan geti verið með nóg af mat tilbúnum.