Nýnemakvöld Kumpána

Kumpánar á sprellmótinu 2012
Kumpánar á sprellmótinu 2012
Allir í Sálfræði, Fjölmiðlafræði, Nútímafræði eða Félagsvísindum!
Þið mætið á Nýnemakvöld Kumpána á Brugghúsbarnum í Listagilinu þriðjudagskvöldið 27.ágúst kl. 21!
Fullkomið tækifæri til að kynnast samnemendum þar sem við setjum tóninn fyrir veturinn.
Botnlaust fjör og verður hinn norðlenski Kaldi á krana ásamt fleiru. 
Að gerast fullgildur Kumpáni kostar bara 1000kr. en innifalið í verðinu er Kumpánabolur, aðgengi að öllum skemmtunum á vegum Kumpána og atkvæðisréttur á öllum félagsfundum.
Á döfinni í vetur verða m.a.s. Vísindaferðir, lazer-tag, bjórkvöld, kokteilakvöld, ýmis útgáfustarfsemi, hrekkjavaka, próflokadjömm, Sprellmótið, Stóra vísindaferðin til Rvk, skautar, árshátíðir og Ólympíuleikar Háskólans.
Sjáumst,

Stjórn Kumpána