Nýnemakvöld Magister

Nýnemakvöld Magister verður haldið mánudaginn 26. ágúst á efri hæðinni á Kaffi Amour. Við ætlum að byrja fjörið klukkan 20:00 þar sem nýnemar mæta og skella í sig pitsu og bjór. Hin skemmtilega spurningakeppni pubquiz verður lögð fyrir en við þurfum að sjálfsögðu að skoða greindavísitöluna hjá nýnemum áður en við hleypum þeim í félagið en þar verða skemmtileg verðlaun í boði fyrir fyrstu þrjú sætin. Þegar klukkuna slær 21:00 er öllum öðrum nemendum í Magister boðið að koma í fjörið og fá sér bjór og að sjálfsögðu kynnast nýnemum okkar. 

Magister ætlar að vera með fjölbreyttan og skemmtilegan vetur með ýmsum atburðum þar sem allir ættu að finna einhvað við sitt hæfi. Við í Magister höfum titil að verja i sprellmótinu sem haldið er á vegum FSHA og ætlum við að fá bikarinn heim aftur í ár. Fjörið heldur áfram í október en þá verða Ólympíuleikar FSHA. Við stefnum á að hafa kokteilkvöld í nóvember, jólabingó, fjölskyldudag og ýmsar uppákomur sem þið megið alls ekki missa af. Hlökkum til að sjá ykkur hress í vetur :)