Nýnemakvöld Stafnbúa

Nýnemakvöld Stafnbúa hefst klukkan 19.00 fimmtudagskvöldið 29. ágúst og verður haldið á 2. hæð í Borgum. Í boði verða pizza og bjór og ætlum við að hafa skemmtilega leiki til að hrista saman liðið! :)

Dagskráin í vetur verður skemmtileg eins og alltaf og ætlum við að skemmta okkur eins og sönnum Stafnbúum sæmir. Hið vinsæla dorgveiðimót verður haldið föstudaginn 6. september og eru reglur mótsins þannig að öll veiðarfæri önnur en öngull og girni eru bönnuð. Veiðarfærin skulu vera búin til úr öllu öðru en veiðistöng og öðrum hefðbundnum veiðarfærum. Nánari dagskrá um dorgveiðimótið kemur þegar nær dregur.
Aðrir viðburðir í vetur verða meðal annars sushikvöld, leikjakvöld (tölvuleikir og önnur spil), pubquiz, bjórkvöld og auðvitað vísindaferðir. Það ætti því engum að leiðast í vetur!