Árshátíð 2021

Árshátíðin fer fram í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri 12. mars næstkomandi. Húsið opnar klukkan 17:00 með fordrykk, smáréttum og hópmyndatökum aðildarfélaga.

Miðaverð er 8.500 krónur 

Dagskrá kvöldsins verður með hefðbundnum hætti þar sem aðildarfélög SHA standa fyrir skemmtiatriðum og happdrættið vinsæla verður á sínum stað. 
Veislustjórn verður í höndum Péturs Finnbogasonar og Harðar Bjarkasonar en þeir eru einnig meðlimir hljómsveitarinnar Bandamenn sem munu seinna leika fyrir dansi langt fram á kvöld.

Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast hér