Árshátíð SHA 2019

Árshátíðin fer fram í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri þann 16. mars næstkomandi. Húsið opnar klukkan 17:00 með fordrykk, smáréttum og hópmyndatökum aðildarfélaga.

Miðaverð er 7.500 krónur fyrir meðlimi SHA og 9.500 krónur fyrir aðra.

Dagskrá kvöldsins verður með hefðbundnum hætti þar sem aðildarfélög SHA standa fyrir skemmtiatriðum og happdrættið vinsæla verður á sínum stað. Veislustjórn verður í höndum Péturs Finnbogasonar og Harðar Bjarkasonar en þeir kenna sig við Tjörnes. Þá mun hljómsveitin Bandmenn leika fyrir dansi langt fram á kvöld auk þess sem við bjóðum upp á veglegt leyniatriði.
 
Nánari upplýsingar má nálgast hér