Auglýsum eftir Fulltrúa Nemenda í Umhverfisráð

FSHA leitar að fulltrúa nemenda í umhverfisráð. Sá einstaklingur yrði einn af þremur frábærum fulltrúum nemenda í líka skemmtilegu og áhugaverðu ráði. 

Seta í ráðum og nefndum gefur gífurlega mikið í reynslubankann svo ekki sé minnst á það hversu vel það lítur út á ferilskránni. Þetta er ekki erfiðis vinna, bara áhugaverð en mjög mikilvæg!

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að sækja um. Hvort sem þú hefur áhuga á umhverfismálum eða vilt bara eitthvað til að gera ferilskrána fallegri þá er þetta málið fyrir þig ;)

Þú getur sótt um með því að senda tölvupóst á fsha@fsha.is eða hringja á skrifstofu FSHA í síma 460 8094.