Boð til forseta Íslands

 

Líkt og síðustu ár, var stúdentaráði boðið í síðdegisboð til forseta Íslands á Fullveldisdaginn, 1. desember síðastliðinn. Að því tilefni lagði stúdentaráð land undir fót og sótti Bessastaði heim. Við áttum virkilega ánægjulega samverustund, ræddum við forsetann og aðra góða vini sem tilheyra háskólasamfélaginu.