Breytingatillögur á samþykktum SHA

Sbr. 4. mgr. 25. gr. samþykkta SHA ber félaginu skylda að tilkynna félagsmönnum þess þær breytingatillögur sem bárust, 2 sólarhringum fyrir aðalfund. 

Hér má sjá þær breytingatillögur sem koma til greina: 

5. Skipun stúdentaráðs SHA

Stúdentaráð skal skipað framkvæmdastjórn og formönnum aðildarfélaga, formönnum fastanefnda, fulltrúa stúdenta í Háskólaráði HA, fjarnemafulltrúa SHA sem kjörinn er á aðalfundi SHA og fulltrúa stúdenta í gæðaráði HA sem ber ábyrgð á samtalsmiðuðu námskeiðsmati háskólans. Allir fulltrúar stúdentaráðs skulu vera staðbundnir stúdentar við Háskólann á Akureyri, að undanskildum fulltrúa fjarnema.

9. Starfshættir framkvæmdastjórnar SHA

 Framkvæmdastjórn skal minnst einu sinni á starfsári, halda vinnufund þar sem allir fulltrúar í stjórnum aðildarfélaga, sem og fulltrúar stúdenta í nefndum og ráðum HA eru boðaðir. Æskilegt er að fundurinn sé haldinn í byrjun hvers starfsárs ekki seinna en í lok septembers og skal fundurinn haldinn í samráði og samvinnu við Gæðastjóra Háskólans á Akureyri. Fundarboð skal berast ekki seinna en einni viku fyrir fundinn.

23. Boðun aðalfundar

Aðalfund skal halda síðustu vikuna í mars á tímabilinu frá 15. febrúar til 28. febrúar ár hvert. 

29. Framkvæmd kosninga

Kjörstjórn sér til þess að útbúa rafræna kosningu. Rafrænar kosningar eru framkvæmdar í samvinnu við kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri. 

30. Á aðalfundi eru að auki kosnir fulltrúar í eftirfarandi embætti:

7. Þrír fulltrúar í umhverfiifsráð Háskólans á Akureyri til eins árs og tveir til vara. 

V. Ýmis ákvæði

34.  Núý leysist félagið upp og renna þá öll réttindi og skyldur þess til Háskólans á Akureyri. 

 

Hér má einnig finna pdf skjal yfir allsherjarbreytingu á samþykktum félagsins: Samþykktabreytingar SHA 2022

 

Heimilt er að bera upp breytingartillögur á aðalfundi, 24. febrúar í Hátíðarsal.

 

 

- Framkvæmdastjórn SHA