Varafulltrúi stúdenta í háskólaráð

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna er nú laus staða varafulltrúa stúdenta í háskólaráði Háskólans á Akureyri til tveggja ára.

 Háskólaráð fer með æðsta ákvörðunarvald innan háskólans. Ráðið sinnir málefnum er varða háskólann og markar honum heildarstefnu. Háskólaráð stuðlar að, skipuleggur og hefur umsjón með samvinnu sviða. 

Eins og gefur að skilja er rödd stúdenta HA gríðarlega mikilvæg innan þessa æðsta valds. Aðalfulltrúi stúdenta í háskólaráði er Sólveig María Árnadóttir formaður SHA, hún getur svarað frekari spurningum í gegnum netfangið solveig@sha.is.  

Framboð skulu berast á netfangið kjorstjorn@sha.is fyrir klukkan 18:00 miðvikudaginn 19. september næstkomandi.