Breytingatillögur á samþykktum SHA

Samkvæmt samþykktum SHA ber félaginu skylda að tilkynna félagsmönnum þess þær breytingatillögur sem bárust, 2 sólarhringum fyrir aðalfund.  

Hér má sjá þær breytingatillögur sem koma til greina: 

6. Stúdentaráðsfundir 

Framkvæmdastjórn og stúdentaráð félagsins skal vanda til allra starfa og hafa almennar samskiptavenjur að leiðarljósi. Fulltrúar skulu kynna sér siðareglur og samskiptasáttmála Háskólans á Akureyri og starfa eftir þeim.  

Stúdentaráði er heimilt að boða á sinn fund einstaklinga sem ekki eiga sæti í ráðinu.  

Stúdentaráði er heimilt að halda stúdentaráðsfundi sem opinn er öllum meðlimum SHA, teljist þess þörf.   

Forseta SHA er heimilt að bjóða einstaklingum upp á valkvæða mætingu á sérstaka stúdentaráðsfundi. Ekki er heimild til atkvæðisgreiðslu á fundum þar sem þetta ákvæði er nýtt. . Ekki er heimild til atkvæðisgreiðslu á fundum þar sem þetta ákvæði er nýtt.  

9.    Starfshættir framkvæmdastjórnar SHA  

Framkvæmdastjórn skal tilnefna einn úr framkvæmdastjórn til þess að vera fulltrúi stúdenta í stjórn Félagsstofnun stúdenta á Akureyri  og einn úr Stúdentaráði til vara til eins árs. Ef ekki næst að manna þessa stöður hefur Framkvæmdastjórn heimild til að auglýsa stöðurnar fyrir félagsmönnum.  

   

12.  Fastanefndir    

Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd  

13.  Alþjóðanefnd  

Alþjóðanefnd er helsti tengiliður stúdentaráðs við skiptinema og alþjóðlega stúdenta við Háskólann á Akureyri.  

Alþjóðanefnd skipuleggur og stendur fyrir helstu viðburðum fyrir skiptinema og alþjóðlega stúdenta við Háskólann á Akureyri.  

Stjórn alþjóðanefndar er skipuð af formanni, sem kosinn er á aðalfundi SHA, tveir fulltrúar alþjóðlegra stúdenta  og fulltrúa hvers aðildarfélags að Data og Eir Forseta undanskildum, sem kosnir eru á aðalfundi aðildarfélaganna .  

Fulltrúar alþjóðlegra stúdenta er kosinn í upphafi haustmisseris í samræmi við 31. gr. samþykkta SHA.  

14.  Kynninganefnd   

Kynninganefnd er tengilliður SHA við Norðanátt, Icelandic Startups og Gulleggsins og kemur verkefnum þeirra á framfæri meðal stúdenta við HA.  

  

16. Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd  

Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd er tengilliður SHA við Icelandic Startups og kemur verkefnum þeirra á framfæri meðal stúdenta við HA.  

Stjórn nefndarinnar er skipuð af formanni, varaformanni og meðstjórnanda sem kosnir eru á aðalfundi SHA.  

Formaður nýsköpunar- og frumkvöðlanefndar hefur sæti í stúdentaráði.  

Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd leggur fyrir starfsáætlanir sínar á stúdentaráðsfundi.  

Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd starfar í nánu samstarfi við framkvæmdastjórn SHA.  

Náist ekki að manna nefndina á aðalfundi er það í höndum nýs stúdentaráðs að fá fulltrúa.  

21. Fjárhagur aðildarfélaga 

Lausafjárstaða aðildarfélags við stjórnarskipti ræðst af fjölda skráðra félaga hverju sinni og skiptist niður í þrjú þrep. Eign aðildarfélags skal aldrei fara undir eða yfir þá fjárhæð þess þreps sem það tilheyrir.  

 

  • Þrep 1 (félagar undir 150): 100-300 þúsund kr. 

  • Þrep 2 (150-299 félagar): 200-600 þúsund kr. 

  • Þrep 3 (félagar 300 eða fleiri): 300-800 þúsund kr. 

 

Aðildarfélög SHA skulu ekki eiga meira en sem nemur 2.000,- kr og ekki minna en 1.000,- kr á hvern skráðan félaga við stjórnarskipti. Eign aðildarfélags skal þó aldrei vera undir 100.000,- kr og ekki yfir 800.000,- kr óháð skráðum félögum. Séu skráðir félagar aðildarfélags færri en 150, þá má eign við stjórnarskipti vera allt að 300.000,- kr við stjórnarskipti. Ef lausafjárstaða aðildarfélags er hærri en þrepið sem það tilheyrir kveður um er hærri en 800.000 kr. við stjórnarskipti mun það félag ekki hljóta fjárframlag frá SHA næsta skólaár. Mun sá peningur renna í sjóð í þágu stúdenta. 

 

Nú er lausafjárstaða aðildarfélags hærri en 800.000 kr. þrepið sem það tilheyrir kveður um við stjórnarskipti og getur stjórn viðkomandi félags sent skriflega beiðni um undanþágu á ákvæði liðar til stúdentaráðs, liggi sérstakar ástæður þar að baki. 

 

Aðildarfélög skulu skila eintaki af samþykktum, ársreikningi og skýrslu um starfsemi sína, í rafrænu formi, til framkvæmdastjórnar strax að loknum aðalfundi aðildarfélags. 

 

  •  Sé lausafjárstaða aðildarfélags lægri en 100.000 kr. þrepið sem það tilheyrir kveður um við stjórnarskipti, skal fjármálastjóri SHA yfirfara bókhald og ársreikninga félagsins. Að lokinni endurskoðun, skal fjármálastjóri ráðfæra sig við faglærðan bókara, sé þess þörf. 

 

  28.  Samþykktabreytingar SHA 

 

  Tillögum til samþykktabreytingum skal skilað til kjörstjórnar framkvæmdastjórnar minnst tveimur sólarhringum fyrir upphaf samþykktabreytingarfundar. 

 

  

 

31. Framkvæmd kosninga 

 

Kjörstjórn sér til þess að útbúa rafræna kosningu í Uglunni í samstarfi við KHA

Kosið skal í leynilegri rafrænni kosningu í Uglunni; embætti forseta, varaforseta og fjármálastjóra í samræmi við 6. tl. 26. gr.   

Kosið skal til allra embættis- og trúnaðarstarfa SHA rafrænt í Uglunni

Berist einungis eitt framboð í hvert embætti telst sá aðili sjálfkjörinn og þarf ekki að kjósa rafrænt í Uglunni í það embætti. 

Falli atkvæði jafnt við kjör í embætti framkvæmdastjórnar sem og önnur embætti sem kosin eru á aðalfundi, ræður atkvæði fráfarandi forseta. Ef fráfarandi forseti er í framboði ræður atkvæði varaforseta.hlutkesti. 

 

32. Á aðalfundi eru að auki kosnir fulltrúar í eftirfarandi embætti: 

2. Einn fulltrúi í stjórn Félagsstofnun stúdenta á Akureyri til tveggja ára eins árs og tvo einn til vara. 

3. Tvo fulltrúa í jafnréttisráð Háskólans á Akureyri til eins árs og tvo til vara. 

4. Einn fulltrúa í gæðaráð Háskólans á Akureyri til tveggja ára og einn til vara. 

5. Einn fulltrúa í vísindaráð Háskólans á Akureyri til eins árs og einn til vara. 

6. Tveir fulltrúar í umhverfisráð Háskólans á Akureyri til eins árs og tveir til vara. 

7. Einn fulltrúa í kannanateymi Háskólans á Akureyri til eins árs og einn til vara. 

 

33. Framboðsyfirlýsingar skulu berast kjörstjórn á netfangið kjorstjorn@sha.is. 

Frambjóðendur til embætta sem kosið er um á aðalfundi mega hefja kosningaáróður frá og með miðnætti á áróðursdegi, sem er dagurinn áður en kosning hefst. Það ber skylda að fjarlægja allan kosningaáróður áður en kosning hefst.  Brot á þessari reglu geta leitt til ógildingar á framboði. Kosningaáróður inniheldur, en er ekki takmarkaður við, notkun mynda og/eða plakata innan skólahúsnæðis, efni birt á samfélagsmiðlum frambjóðenda, úthlutun á vöru merkt framboðinu, þjónustu veitta í tengslum við framboðið og allar aðrar gerðir auglýsinga er tengjast framboðinu.

Fráfarandi stúdentaráð skal viðhalda algjörri hlutleysi í garð allra frambjóðenda til embætta sem kosið er um á aðalfundi. 

34.  Skipun kjörstjórnar og stjórnarhættir. 

Kjörstjórn sér til þess að kjörseðlar og kjörkassi séu tilrafræn atkvæðagreiðsla sé til reiðu á aðalfundi. 

35. Fulltrúi stúdenta í Háskólaráði Háskólans á Akureyri 

Á Aðalfundi SHA annað hvert árÍ lok ágúst, annað hvert ár, skal boða til kosninga í embætti skal vera kjörin fulltrúi stúdenta í Háskólaráð Háskólans á Akureyri til tveggja ára í senn og einn til vara. Fulltrúi skal hefja störf í ágúst þegar nýtt starfsár háskólaráðs byrjar. Kosning skal fara fram með rafrænum hætti og skal fylgja samþykktum þessum er varðar framkvæmd kosninga. 

Fráfarandi fulltrúi stúdenta í Háskólaráði Háskólans á Akureyri skal sem hér segir gegna því embætti til 31. júli 2024 . Skipunartími nýs fulltrúa stúdenta í Háskólaráði Háskólans á Akureyri sem tekur við embætti þann 1. ágúst 2024 skal vera eitt ár.  Eftir það skal farið eftir ákvæðum samþykkar SHA. 

Hér má einnig finna pdf skjal yfir allsherjarbreytingu á samþykktum félagsins: Samþykktir SHA 2024