Fjölbreyttir tónleikar í Hofi

Tónleikar í Hofi
Tónleikar í Hofi

Nemendum HA býðst tilboð á tvenna frábæra tónleika sem verða í Hofi á næstunni.

Hljómsveitin Bloodgroup mun koma fram á þriðju útgáfu tónleikaraðarinnar Sérfræðingar að Sunnan, en hún fer fram í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Tónleikarnir fara fram fimmtudaginn 14. nóvember og hefjast kl. 20:30. Norðlenska nýstirnið Nolem mun hefja tónleikana og njóta liðsinnis rapparans knáa Kött Grá Pje, en þeir félagar slógu eftirminnilega í gegn síðast liðið sumar með smellinn Aheybaró, sem náði efsta sæti vinsældarlista Rásar 2.
Nemendur geta tryggt sér tilboðsmiða með 25% afslætti með því að smella hér! 

Lay Low verður með útgáfutónleika í Hofi laugardagskvöldið 16. nóvember kl. 20.00. 
Nemendur fá 2 fyrir 1 og er hægt að fá miðana í miðasölu Hofs s. 450 1000