Kynningadagar SHA

Markmið kynningadaga er að tengja stúdenta við atvinnulífið og gefa þeim tækifæri til þess að kynnast fyrirtækjum á sínu sviði ásamt því að undirbúa þau fyrir það sem atvinnulífið hefur uppá að bjóða.

Dagskráin er blanda af málstofum sem hjálpa nemendum að undirbúa sig fyrir atvinnulífið eins og t.d. gerð ferilskrár og hvernig á að undirbúa sig fyrir atvinnulífið. Einnig verða málstofur frá fyrirtækjum þar sem nemendur geta kynnt sig og fyrirtækin geta hitt tilvonandi framtíðarstarfsmenn.

Kynningadagar hjálpa stúdentum með undirbúning fyrir það sem tekur við eftir brautskráningu. 

Ekki missa af kynningadögum SHA sem fara fram á Zoom 10 og 11.febrúar! Hér er hlekkur inn á viðburðinn á Facebook
Á föstudeginum ætlar SHA að slútta kynningadögunum með bingó sem Eva Ruza og Hjálmar Örn stjórna. Frábærir vinningar í boði, m.a. airpods og apple tv. Hér er hlekkur inn á Bingó viðburðinn.

Hægt er að sjá nánari upplýsingar um málstofurnar á Facebook ásamt hlekkunum.