Framboð í embætti

Langar þig að hafa áhrif á félagslífið með afgerandi hætti? Hefurðu skoðun á námsframboði við HA eða hefurðu brennandi áhuga á umhverfismálum eða jafnréttismálum svo dæmi séu nefnd?

Aðalfundur FSHA verður haldinn föstudaginn 19. febrúar kl. 17 í Hátíðarsal skólans.

Gætirðu hugsað þér að sitja í framkvæmdarstjórn FSHA og hafa þannig áhrif á daglegan rekstur sem formaður, varaformaður eða fjármálafulltrúi?

Liggur áhugi þinn að vera formaður alþjóðanefndar, kynningarnefndar eða félags og menningarlífsnefndar?

Eða langar þig að sitja í Háskólaráði, Gæðaráði, siðanefnd, jafnréttisráði, umhverfisráði, vísindaráði eða hefurðu sterkar skoðanir á málefnum stúdentagarðanna og villt því sitja í stjórn FÉSTA sem fer með málefni þeirra?

Ef svarið við einhverri spurningu er JÁ er rétta tækifærið núna til að bjóða sig fram í ofantalin embætti með því að senda nafn og hvaða embætti er falast eftir á netfangið kjorstjorn@fsha.is fyrir kl. 17 miðvikudaginn 17. febrúar.

Nánar um félagið má finna á www.fsha.is og um þær nefndir og ráð sem minnst er á inn á uglunni.

Við hvetjum þig til að taka þátt og hafa áhrif!