Framkomunámskeið FSHA og JCI Norðurland

Laugardaginn 31. janúar mun FSHA og JCI Norðurland bjóða upp á framkomunámskeið.

Leiðbeinendurnir eru þaulvanir og sjá meðal annars um að þjálfa alla fyrirlesara fyrir TedX Reykjavík í framkomu og tjáningu. Þau heita Viktor Ómarsson og Arna Björk Gunnarsdóttir.

Námskeiðið fer fram kl 11-13 í stofu N102 og verður næring í boði fyrir þáttakendur. 

Enginn kostnaður er við þátttöku en við biðjum ykkur um að tilkynna þátttöku með því að senda póst á fsha@fsha.is

Hægt er að kynna sér starfsemi JCI Norðurland hér.