Fulltrúar nemenda í nefndir og ráð innan HA

FSHA leitar eftir fulltrúum nemenda í hinar ýmsu nefndir og ráð innan Háskólans á Akyreyri. 

Okkur vantar einn fulltrúa í umhverfisráð, einn í jafnréttisráð, aðalfulltrúa nemenda í gæðaráð til tveggja ára auk fulltrúa í vísindaráð :) Fyrir utan gæðaráð er nefndarseti fulltrúa nemenda eitt ár.

Hlutverk í ráðum og nefndum:


Jafnréttisráð:
Að hafa frumkvæði að og eftirlit með að áætlun háskólans um jafna stöðu kynjanna sé framfylgt, í samráði við framkvæmdastjórn. Áætlun um jafna stöðu kynjanna við Háskólann á Akureyri. 

Umhverfisráð:
Háskólaráð samþykkti á fundi sínum 31. maí 2012 umhverfisstefnu fyrir Háskólann á Akureyri. Jafnframt var samþykkt að skipað yrði þriggja manna umhverfisráð til tveggja ára í senn sem hefði umsjón með framkvæmd stefnunnar. Sjá einnig samgöngustefnu HA.

Vísindaráð:
Hlutverk vísindaráð er að vera háskólaráði og yfirstjórn til ráðgjafar um eflingu vísindalegra rannsókna við Háskólann á Akureyri sbr. reglur um vísindaráð nr. 1208/2007.

Verkefni vísindaráðs eru:
1. að vera rektor, háskólaráði, háskólafundi og yfirstjórn til ráðgjafar um málefni vísinda við Háskólann á Akureyri
2. að beita sér fyrir mótun og endurskoðun stefnu um vísindi við Háskólann á Akureyri
3. að starfa með gæðaráði að því að móta viðmið og kvarða sem notaðir eru til að meta vísindalega starfsemi við Háskólann á Akureyri
4. að skapa bætt umhverfi til rannsókna fyrir kennara háskólans.

Gæðaráð:

Við háskólann starfar gæðaráð en þar eiga sæti rektor í forsæti, forsetar fræðasviða, framkvæmdastjóri, forstöðumaður kennslusviðs/forstöðumaður nemendaskrár, gæðastjóri, tveir fulltrúar nemenda og tveir fulltrúar starfsmanna. Gæðaráðið er kallað saman eigi sjaldnar en annan hvern mánuð í tengslum við fundi framkvæmdastjórnar. Reglur um gæðaráð Háskólans á Akureyri samþykktar í háskólaráði 9. mars 2011.

Hlutverk gæðaráðs er að:

  • bera ábyrgð á framkvæmd gæðakerfis háskólans 
  • tryggja að háskólinn standist ávallt þær ytri kröfur sem gerðar eru til gæða í starfi hans
  • vekja áhuga á gæðamálum innan háskólans 
  • vera vettvangur umfjöllunar og ákvarðanatöku um gæðamál háskólans 
  • stuðla að umbótum og þróun á kennslu og námsmati innan háskólans 
  • samþykkja, hafa eftirlit með og tryggja reglulega endurskoðun á námsbrautum og prófgráðum 
  • vaka yfir gæðum rannsókna innan háskólans
  • safna saman, meta og bregðast við þeim upplýsingum um starfsemi háskólans sem lúta að gæðum
  • taka afstöðu til mikilvægra breytinga á starfsemi háskólans sem kunna að hafa áhrif á gæði í starfsemi hans
  • fjalla um undirbúning og framkvæmd sjálfsmats og ytra mats á háskólanum og tryggja eftirfylgni

Gæðaráð er þannig skipað: fulltrúar starfsfólks eru skipaðir til tveggja ára í senn, fulltrúar nemenda til eins eða tveggja ára

 Endilega sendið póst á fsha@fsha.is ef þið hafið áhuga á að taka þátt eða ef þið hafið spurningar :)