Fulltrúi FSHA á leið til Búdapest á fund evrópsku stúdentahreyfinganna

Aníta Einarsdóttir
Aníta Einarsdóttir


ESUNú í morgun hélt Aníta Einarsdóttir áleiðis til Búdapest þar sem hún mun taka þátt í ráðstefnu og stjórnarfundi evrópsku stúdentasamtakanna, ESU. Aníta er fulltrúi Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri í undirbúningshóp um stofnun Landsamtaka íslenskra stúdenta sem stúdentahreyfingar íslensku háskólanna standa sameiginlega að. Viljayfirlýsing um stofnun samtakanna var undirrituð á fundi stúdentahreyfinganna í Háskólanum á Akureyri í október síðastliðnum, en þeim er ætlað að styrkja tengsl stúdentahreyfinganna á Íslandi  sín á milli sem og tengslin við erlendar stúdentahreyfingar. Mun þetta koma stúdentum til góða þegar fram líða stundir.