Fullveldishátíð HA

Fullveldisdagurinn 1. desember var haldinn hátíðlegur hér í HA eins og svo oft áður. 

Vegna slæms veður, eins og margir urðu varir við, þá þurfti að fresta fyrri hluta dágskránar.

Stúdentaráð FSHA og fulltrúar úr aðildarfélögum gengu með kyndla að Íslandsklukku og fylgdu gestir á eftir, Kristín Aðalsteinsdóttir prófessor hringdi Íslandsklukku 14 sinnum fyrir árið 2014 og söng eldri barnakór Akureyrarkirkju fyrir gesti. 

Eftir það var haldið inn í hlýjuna þar sem kórinn tók nokkur lög í viðbót, boðið var upp á heitt súkkulaði og smákökur og Eyjólfur Guðmundsson rektor hélt smá ræðu. 

1. desember hefur verið haldinn hátíðlegur af háskólastúdentum síðan á þriðja áratugi síðustu aldar og er því oft talað um 1.des sem dag stúdenta. Það er því viðeigandi að stúdentar við HA hafi tekið þátt í deginum.