Hvenær verða stærstu viðburðir FSHA?

Kæru samnemendur, við vonum að þið séuð jafn spennt og við að ganga inn í nýtt skólaár með okkur. Á hverju ári stendur FSHA fyrir skemmtilegum viðburðum fyrir nemendur skólans, með það að markmiði að gera lífið í HA eins skemmtilegt og fjölbreytt og völ er á. Við höfum þegar fest niður dagsetningar fyrir stærstu viðburðina okkar í vetur, en þó á eftir að bætast í listann. Þessar dagsetningar eru birtar með þessum mikla fyrirvara með það að markmiði að sem flestir fjarnemar geti mætt og tekið þátt.

 • Nýnemasprell FSHA 25. ágúst, klukkan 13:00 er mæting við Íslandsklukkuna fyrir utan skólann og þaðan er farið með rútum upp á Hamra. 

 • Nýnemadjamm FSHA 25. ágúst klukkan 20:00 á Pósthúsbarnum

 • Afmælishátíð nemenda 5. september - 
  Af tilefni 30 ára afmæli Háskólans á Akureyri verður blásið til veislu á afmælisdaginn sjálfan. Nánari dagskrá er væntanleg.

 • Sprellmót FSHA 22. september - 
  Stærsti viðburður haustannar, þú vilt ekki missa af þessu. Sjáðu myndir hér.
 • Stóra Vísó 1. - 4. febrúar 2018 -
  Nemendur allra deilda halda til Reykjavíkur snemma á fimmtudagsmorgni og eyða allri helginni þar saman í vísindaferðum. 

 • Árshátíð FSHA 10. mars 2018 -
  Okkar allra stærsti og flottasti viðburður sem verður lagt allt í árið 2018!