Hvernig Ísland vilt þú? Hvernig liti framtíðin út ef þú fengir að ráða?

BHM býður háskólanemum á Framtíðarþing BHM til að ræða „Hvernig Ísland vilt þú? Hvernig liti framtíðin út ef þú fengir að ráða?“

Haldið á Hilton Reykjavík Nordica þann 23. janúar 2015. Aðgangur ókeypis. Skráning og nánari upplýsingar á BHM.is

Framtíðarþing BHM er fyrir háskólanema. Taktu þátt og komdu þinni skoðun á framæri. Rödd háskólanema þarf að heyrast!

Dagskrá:

Kl. 12.00     Þátttakendum boðið upp á hádegisverðarhlaðborð VOX.

Kl. 13.00     Framtíðarþingið sett.

                   Boðið verður upp á þrjú örerindi (10 mín hvert) sem hafa það að markmiði að
                   virkja ímyndunaraflið, sköpunarkraftinn og eldmóðinn.
                   

  • Karl Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Herberia, fjallar um Sköpunarkjark (e. creative confidence).
  • Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir fjallar um Biophilia kennsluverkefni Bjarkar Guðmundsdóttur.
  • Hafrún Kristjánsdóttir, íþróttasálfræðingur sér um að koma öllum í rétta gírinn fyrir daginn.

Kl. 13.45     Kynning á "Opnu rými - Open Space Technology" aðferðarfræðinni sem notast verður við á Framtíðarþinginu. Hægt er að lesa meira um þessa skemmtilegu aðferðafræði hér fyrir neðan.

Kl. 14.00     Vinnan hefst á því að þátttakendur búa sjálfir til dagskránna. Spurningin sem lagt er upp  með að svara er "Hvernig Ísland vilt þú?"

Kl.15.30       Niðurstöður kynntar.

Léttar veitingar að Framtíðarþinginu loknu.