Jafnréttisdagar 2015!

Jafnréttisdagar2015
Jafnréttisdagar2015

Mánudagurinn 5. október

Kl. 9:45-10:15

Jafnréttiskökur og tungumálakaffi

Í tilefni af kynjadögum HA mun Jafnréttisráð í samstarfi við erlenda skiptinema við HA standa fyrir tungumála-kaffi í miðborg. Hugmyndin með tungumála kaffi er að hægt verði að hitta erlenda skiptinema frá ólíkum löndum og ræða við þá á þeirra eigin tungu (t.d. þýsku, ensku, dönsku etc.) og þjálfa sig í leiðinni í viðkomandi tungumáli. Einnig að skiptinemarnir fái tækifæri að nota íslenskuna sem þeir hafa lært. Jafnframt er hægt að ræða saman á ensku um viðkomandi tungumál (t.d. grænlensku, ungversku, íslensku o.fl.). Umræðuefnin geta verið tungumálið sjálft, samanburð við önnur tungumál, jafnréttismál o.s.frv. (á ensku). Við hvetjum alla bæði starfsmenn og nemendur til að taka þátt.

Á staðnum verða nemendafélögin að selja gómsætar jafnréttismúffur sem henta einstaklega vel með tungumálakaffinu.

Staðsetning: Miðborg

Kl. 12:00-12:30

Staðalmyndir og kynjamyndir í sjómannalögum
Rósa Margrét Húnadóttir

Rósa Margrét Húnadóttir, þjóðfræðingur og MA í hagnýtri menningarmiðlun, fjallar um staðalmyndir og kynjamyndir sem birtast í sjómannalögum. Rósa skrifaði BA ritgerð um íslensk sjómannalög árið 2008 sem ber heitið ,,Draumur hins djarfa manns: frá sjómannalögum til gúanórokks.“

Staðsetning: M102

Annað:

Jafnréttisgleraugu – Sýning um skólann

 

Þriðjudagurinn 6. október

Kl. 12:00-12:30

Frá Benna og Báru til Messí og Margrétar Láru - um kynjamyndir og fyrirmyndir í barnamenningu
Brynhildur Þórarinsdóttir

Barnaefni á borð við bækur, sjónvarpsþætti, bíómyndir og tölvuleiki tekur virkari þátt í uppeldi barna en margan grunar. Það hefur ekki aðeins ofan af fyrir börnunum þegar við erum að elda heldur hjálpar þeim að öðlast skilning á sjálfum sér og samfélaginu; samskiptum fólks, og ekki síst hlutverkum kynjanna. Barnaefni sendir börnum skýr skilaboð um viðeigandi hegðun, hlutverk, tækifæri og takmarkanir stelpna og stráka, á sama tíma og þau eru að þroska með sér vitund um - og viðhorf til - kynjanna. En hvers konar kynjamyndir blasa við þegar barnaefnið er skoðað og hvaða skilaboð senda þær börnunum? Fyrirlesari varpar nokkrum athyglisverðum söguhetjum á tjald en leitar líka að þeim sem fengu ekki að vera með.

Staðsetning: M201

kl. 16:00-16:25

Kynbundið ofeldi – Gamanleikur

Vilhjálmur B. Bragason leikskáld segir sögur í tali og tónum

Staðsetning: Miðborg

Annað:

Jafnréttisgleraugu – Sýning um skólann

 

Miðvikudagurinn 7. október

Kl. 12:00-12:30

Frá Sólborg til HA - á einni starfsævi
Halldóra Haraldsdóttir

Ég mun fjalla um brot úr þróunarsögu málefna fatlaðra frá þeim tíma að Vistheimilið Sólborg var formlega vígt sumarið 1971 á þeim stað sem HA er nú til húsa. Inn í söguna mun ég flétta frásagnir af breytingum sem tengjast Sólborg sem stofnun og reynslu minni af starfi á þessu sviði.

Staðsetning: N102

Annað:

Jafnréttisgleraugu – Sýning um skólann

 

Fimmtudagurinn 8. október

Kl. 12:00-12:30

Gender and Immigrants in Akureyri
Markus Meckl

In the last decade Akureyri’s immigrant population has increased. A study we conducted in 2013 looking into the social and economic situation of immigrants in Akureyri revealed a couple of gender specific differences on a variety of issues, like for example a better knowledge of the Icelandic language among foreign women compared to foreign men. It also revealed that nearly half of the women interviewed mentioned having an Icelandic partner as their reason for moving to Iceland, meanwhile most of men said work was their primary motivation. This presentation will discuss these findings.

Where: Room M102

Kl. 17:00-19:00

Uppistand með Sögu Garðars og Dóra DNA + KynjaQuiz

Lokahóf kynjadaganna á Borgum. Grínistarnir Saga Garðars og Dóri DNA byrja kvöldið á því að skemmta okkur eins og þeim einum er lagið. Að því loknu tekur við KynjaQuiz í boði Jafnréttisstofu, þar sem glæsilegir vinningar verða í boði. Glös til sölu og léttar veigar.

Ekki láta ykkur vanta á þennan bráðskemmtilega viðburð.

Staðsetning: Borgir

Annað:

Jafnréttisgleraugu – Sýning um skólann

 

 

Viðburðinn er að finna á facebook-síðu Háskólans. Hér.