Kjörstjórn hefur lokað fyrir framboð í störf SHA, nefndir og ráð HA.

Klukkan 17:00 þann 22. Febrúar síðast liðinn lokaði kjörstjórn fyrir framboð í störf Stúdentafélags Háskólans á Akureyri, nefndir og ráð HA. Hér að neðan má sjá lista yfir þau framboð sem hafa borist. Neðst í fréttinni má sjá lista yfir þau embætti sem ekki buðust framboð í og verður opnað fyrir framboð í þau embætti á aðalfundi félagsins þann 28. febrúar klukkan 17:00. Auk þess smá sjá upplýsingar um þau framboð sem bárust einungis eitt framboð í og teljast þeir einstaklingar því sjálfkjörnir.

 

Samkvæmt 29. gr. samþykkta SHA er kosið í embætti framkvæmdarstjórnar sem og önnur embætti og trúnaðarstörf á vegum félagsins rafrænt. Berist einungis eitt framboð í embætti, telst sá aðili sjálfkjörinn og þarf ekki að kjósa rafrænt í embættið. Þá kveða samþykktirnar á um það að berist ekki framboð í embætti, sé heimild til þess að opna fyrir framboð á aðalfundi og fer þá fram leynileg kosning á fundinum sjálfum þar sem fundargestir hafa atkvæðisrétt.

 

Tvö framboð hafa borist í embætti Fjarnema fulltrúa SHA. Samkvæmt samþykktum félagsins fer kosningin fram rafrænt og hafa kjörseðlar nú þegar verið sendir út á HA-netföng stúdenta HA. Kosning stendur til klukkan 15:00 þann 25. febrúar n.k. hér að neðan getið þið kynnt ykkur frambjóðendurna og hvetjum við ykkur til þess að kynna ykkur þá vel áður en þið kjósið.

 

Fjarnemafulltrúi SHA

Bjartur Ari

Ég heiti Bjartur Ari Hansson og er í lögreglufræði. Ég er 25 ára og hef verið í stúdentaráði SHA síðustu 2 starfsár sem formaður lögreglufræðinema þar sem ég hef sinnt ýmislegum krefjandi málum. Ég mun vinna að B.A. verkefni næsta vetur, en mun gefa mér allan þann tíma sem ég hef til að sinna verkefnum sem kunna að koma upp fyrir fjarnemafulltrúa SHA.

Það verður ávallt hægt að nálgast mig með öll mál sem snerta fjarnema og ég get lofað ykkur því að ég mun gera mitt besta. Ég vona að þið kjósið mig í embætti fjarnemafulltrúa svo að ég geti farið með málefni fjarnema fyrir stúdentaráði með prýði. Og ef ég get gert betur þá vil ég heyra það frá ykkur.

 

Sólrún Björg

Góðan dag, ég vil gefa kost á mér sem Fjarnemafulltrúi SHA. Ég heiti Sólrún Björg Þorgilsdóttir, ég er fædd 24. nóvember 1992, verð því 29 ára í nóvember. Ég stunda nám mitt í fjarnámi og er á fyrsta ári í kennaradeild. Ég bý á Hofsósi ásamt fjölskyldu minni, ég á þrjár yndislegar dætur. Samhliða námi mínu vinn ég sem stuðningsfulltrúi á unglingastigi í Grunnskólanum austan Vatna.

Mér finnst námið skemmtilegt og fyrirkomulagið í fjarnámi við HA frábært. Áfanginn NSU eða Nám og starf með upplýsingatækni gefur virkilega góða sýn á hve tækni og forrit geta nýst vel í fjarnámi til dæmis. Ég er opin fyrir nýjum áskorunum, ég er jákvæð og samviskusöm.

Með kærri kveðju,

Sólrún Björg

 

EKKI BÁRUST FRAMBOÐ Í EFTIRFARANDI EMBÆTTI OG ÓSKAR KJÖRSTJÓRN EFTIR FRAMBOÐUM Í ÞAU Á AÐALFUNDI:

Formaður Kynningarnefndar.

Háskólaráð Varafulltrúi til eins árs.

Gæðaráð Einn fulltrúi í Gæðaráð Háskólans á Akureyri til tveggja ára og tvo til vara.

Önnur embætti

Skoðunarmaður reikninga Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.

Einn fulltrúi í stjórn Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri til tveggja ára og tveir til vara.

Tveir fulltrúar í jafnréttisráð Háskólans á Akureyri og tveir til vara.

Einn varafulltrúa í siðanefnd Háskólans á Akureyri.

Einn fulltrúi í vísindaráð Háskólans á Akureyri til eins árs og einn til vara.

Þrír fulltrúar í umhverfisráð Háskólans á Akureyri til eins árs og tvo til vara.

Sex fulltrúar á háskólafund Háskólans á Akureyri til eins árs og þrír til vara.

Einn fulltrúi í kannanateymi Háskólans á Akureyri til eins árs og einn til vara.

ENGIN MÓTFRAMBOРBÁRUST Í EFTIRFARANDI STÖÐUR OG TELJAST ÞVÍ ALLIR SEM HAFA BOÐIРSIG FRAM SJÁLFKJÖrNIR.  EFTIRFARANDI FRAMBOРBÁRUST KJÖRSTJÓRN: 

Framkvæmdarstjórn SHA:

Formaður SHA: Nökkvi Alexander Rounak Jónsson, lögfræði

Varaformaður SHA: Agnes Ögmundsdóttir, sálfræði.

Fjármálastjóri SHA: Særún Anna Brynjarsdóttir, sjávarútvegsfræði.

Formenn fastanefndar:

Formaður Alþjóðanefndar: Margrét Sól Jónasdóttir

Formaður Viðburðarnefndar: Ingibjörg Ósk Ingvarsdóttir

Siðanefnd Háskólans á Akureyri:

Siðanefnd: Sólveig Birna Elísabetardóttir, kennslufræði.

Kjörstjórn óskar þessum aðilum til hamingju og velfarnaðar í starfi