Kjörstjórn hefur lokað fyrir framboð í störf SHA, nefndir og ráð HA.

Klukkan 17:00 þann 21. febrúar síðast liðinn lokaði kjörstjórn fyrir framboð í störf Stúdentafélags Háskólans á Akureyri, nefndir og ráð HA. Hér að neðan má sjá lista yfir þau framboð sem hafa borist. Neðst í fréttinni má sjá lista yfir þau embætti sem ekki buðust framboð í og verður opnað fyrir framboð í þau embætti á aðalfundi félagsins þann 24. febrúar klukkan 17:00. Auk þess smá sjá upplýsingar um þau framboð sem bárust einungis eitt framboð í og teljast þeir einstaklingar því sjálfkjörnir.

Samkvæmt 29. gr. samþykkta SHA er kosið í embætti framkvæmdarstjórnar sem og önnur embætti og trúnaðarstörf á vegum félagsins rafrænt. Berist einungis eitt framboð í embætti, telst sá aðili sjálfkjörinn og þarf ekki að kjósa rafrænt í embættið. Þá kveða samþykktirnar á um það að berist ekki framboð í embætti, sé heimild til þess að opna fyrir framboð á aðalfundi og fer þá fram leynileg kosning á fundinum sjálfum þar sem fundargestir hafa atkvæðisrétt.

Tvö framboð hafa borist í embætti varafulltrúa í Háskólaráð. Samkvæmt samþykktum félagsins fer kosningin fram rafrænt og hafa kjörseðlar nú þegar verið sendir út á HA-netföng stúdenta HA. Kosning stendur til klukkan 17:00 þann 23. febrúar n.k. hér að neðan getið þið kynnt ykkur frambjóðendurna og hvetjum við ykkur til þess að kynna ykkur þá vel áður en þið kjósið.

 

Varafulltrúi í Háskólaráð HA:

Ég heiti því að standa vel utan um réttindi allra stúdenta við Háskólann á Akureyri á þann hátt sem mér er kleift. Þá vil ég einnig nefna það að fyrir utan að vera nemandi við Háskólann á Akureyri, þá þekki ég bæði mjög vel að hafa verið staðarnemi og fjarnemi við skólann í gegnum tíðina, að vera í sveigjanlegu námi við skólann, og síðast en ekki síst, að vera háskólanemi með börn.

 Félagsstörf sem ég hef gegnt innan Háskólans á Akureyri 2008-2022:

 2008-09: Fulltrúi nýnema (fyrir áramót), meðstjórnandi (eftir áramót) í stjórn Reka, félags viðskiptafræðinema við Háskólann á Akureyri.

2021-22 og 2022-23: Fulltrúi Reka, félags viðskiptafræðinema við Háskólann á Akureyri, í náms- og matsnefnd viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri.

2021-22: Varafulltrúi SHA í Vísindaráði.

2021-22: Varafulltrúi SHA í stjórn FÉSTA.

2021-22: Skoðunarmaður reikninga fyrir SHA.

Önnur félagsstörf:

Sat í kjörstjórn Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík vegna stúdentafélags- og nemendafélagakosninga 2012-2014 (þar af sem formaður 2013).

Ég er ritari stjórnar Bifreiðastöðvar Oddeyrar ehf. (BSO) á Akureyri frá 2021, og á einnig 6,7% hlut í félaginu.

Bestu kveðjur,

Sigurjón Þórsson

 

Sólveig Birna 

Sæl öll sömul,

Ég heiti Sólveig Birna og býð mig fram sem varafulltrúi í háskólaráði. Ég er 24 ára frá Sauðárkróki og er að útskrifast með B.ed í kennslufræðum og mun halda áfram í HA í haust og taka kennsluréttindi.

Ég hef setið í Stúdentaráði í tvö ár ásamt því hef ég verið þingfulltrúi SHA á Landsþingi LÍS og hef lagt mig fram og gert mitt besta til þess að sinna hagsmunum stúdenta með sóma, ég hef einnig setið í öðrum nefndarstöðum í háskólanum. Svo ég tel mig hafa ágæta reynslu á fundarsetu sem mun nýtast mér sem varafulltrúi í háskólaráði.

Kær kveðja,
Sólveig Birna

 

EKKI BÁRUST FRAMBOÐ Í EFTIRFARANDI EMBÆTTI OG ÓSKAR KJÖRSTJÓRN EFTIR FRAMBOÐUM Í ÞAU Á AÐALFUNDI:

Fulltrúi í Gæðaráði til tveggja ára

Tveir varafulltrúar í gæðaráði

Fulltrúi í stjórn Félagsstofnunnar stúdenta á Akureyri til tveggja ára

Varafulltrúi í stjórn Félagsstofnunnar stúdenta á Akureyri 

Fulltrúar í jafnréttisráð (x2)

Varafulltrúar í jafnréttisráð (x2)

Fulltrúar í umhverfisráði (x2)

Fulltrúar á háskólafund (x2)

Varafulltrúar á háskólafund (x3)

Fulltrúi í kannanateymi

Varafulltrúi í kannanateymi

Fulltrúi í Vísindaráð

Varafulltrúi í Vísindaráð

 

ENGIN MÓTFRAMBOРBÁRUST Í EFTIRFARANDI STÖÐUR OG TELJAST ÞVÍ ALLIR SEM HAFA BOÐIРSIG FRAM SJÁLFKJÖRNIR.  EFTIRFARANDI FRAMBOРBÁRUST KJÖRSTJÓRN: 

Framkvæmdarstjórn SHA:

Formaður SHA: Sólveig Birna Elísabetadóttir, kennslufræði

Varaformaður SHA: Silja Rún Friðriksdóttir, sálfræði.

Fjármálastjóri SHA: Hermann Biering Ottóson, viðskipta- og sjávarútvegsfræði.

Formenn fastanefndar:

Formaður Alþjóðanefndar: Kristján Bjarki Gautason, viðskipta- og sjávarútvegsfræði

Formaður Viðburðarnefndar: Berglind Vala Valdimarsdóttir, kennslufræði

Formaður Kynningarnefndar: Alda Rut Sigurðardóttir, sálfræði

Fjarnemafulltrúi SHA: Sigurjón Þórsson, viðskiptafræði MSc

Fulltrúar í stúdentaráði:

Fulltrúi stúdenta í Háskólaráði: Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir, lögfræði

Önnur embætti:

Skoðunarmaður reikninga: Sigurjón Þórsson (viðskiptafræði MSc) (ef hann nær ekki kjöri sem fjarnemafulltrúi)

Varafulltrúar í stjórn FÉSTA: Sigurjón Þórsson (viðskiptafræði MSc)

Fulltrúar í umhverfisráði: Lena Dís Sesseljudóttir

Fulltrúar á háskólafund:

Sólveig Birna Elísabetardóttir (kennslufræði)

Silja Rún Friðriksdóttir (Sálfræði)

Sigurjón Þórsson (viðskiptafræði MSc)

Alda Rut Sigurðardóttir (Sálfræði)

 

KJÖRSTJÓRN ÓSKAR ÞESSUM AÐILUM TIL HAMINGJU OG VELFERNAÐAR Í STARFI