Lagabreytingatillögur, lagðar fyrir á aðalfundi FSHA 19. febrúar.

Viðbót við a. lið 12. gr.

vi. Nú sér formaður ekki fram á að geta sinnt starfskyldum sínum vegna atvika sem ekki lágu fyrir við kjör á aðalfundi, s.s. vegna veikinda eða annara atvika sem kunna að koma til á starfstímanum, skal hann tilkynna stúdentaráði um þau atvik við fyrsta tækifæri og eigi síðar en á næsta stúdentaráðsfundi. Sé það mat stúdentaráðs að fjarvera formanns hafi veruleg áhrif á starfsemi félagsins, skal stúdentaráð auglýsa eftir nýjum varaformanni, enda hefur varaformaður þá þegar tekið við af formanni. 

Viðbót við b. lið 12. gr. 

iii. Nú sér varaformaður ekki fram á að geta sinnt starfskyldum sínum vegna atvika sem ekki lágu fyrir við kjör á aðalfundi, s.s. vegna veikinda eða annara atvika sem kunna að koma til á starfstímanum, skal hann tilkynna stúdentaráði um þau atvik við fyrsta tækifæri og eigi síðar en á næsta stúdentaráðsfundi. Fellur það í hlutverk stúdentaráðs að taka ákvörðun um hvort auglýsa skuli eftir nýjum varaformanni líkt og getið er um í verklagsreglum ef stúdentaráði þykir sýnt að fjarvera hans muni hafa veruleg áhrif á starfsemi félagsins.

iii. verður iv. 

Viðbót við c. lið 12. gr. 

iv. Nú sér fjármálafulltrúi ekki fram á að geta sinnt starfskyldum sínum vegna atvika sem ekki lágu fyrir við kjör á aðalfundi, s.s. vegna veikinda eða annara atvika sem kunna að koma til á starfstímanum, skal hann tilkynna stúdentaráði um þau atvik við fyrsta tækifæri og eigi síðar en á næsta stúdentaráðsfundi. Fellur það í hlutverk stúdentaráðs að taka ákvörðun um hvort auglýsa skuli eftir nýjum fjármálfulltrúa líkt og getið er um í verklagsreglum ef stúdentaráði þykir sýnt að fjarvera hans muni hafa veruleg áhrif á starfsemi félagsins.

iv. verður v. 

Rökstuðningur vegna ofangreindra breytinga:

Tryggja þarf að starfsemi FSHA raskist sem minnst sé um langa fjarveru fulltrúa að ræða, enda ábyrgðin á herðum þriggja framkvæmdarstjórnarfulltrúa, að halda úti starfseminni sem skiptist jafnan jafnt á aðila. Hér er tilkynningarskyldu formanns, varaformanns og fjármálafulltrúa tryggt til stúdentaráðs sem mun hafa úrslitavald með hvaða hætti bregðast skuli við breyttum aðstæðum innan framkvæmdarstjórnar.  

Breytingartillaga er varðar 19. gr. 

Lagt er til að í 19. gr. staflið f verði bætt við níunda töluliðnum (IX) sem myndi hljóða eftirfarandi:

IX. Einn fulltrúa í framkvæmdarstjórn Landssamtaka íslenskra stúdenta og tvo til vara.

Rökstuðningur:

Þessi viðbót verður nauðsyn þegar ný lög LÍS verða samþykkt á landsþingi samtakanna sem verður haldið dagana 18.-20. mars næstkomandi. Ekki er annars að vænta en að breytingartillagan verði samþykkt. Þótt breytingartillaga verði ekki samþykkt er sú viðbót sem er lögð hér fram nauðsynleg til að tryggja gegnsæi og lýðræði í skipun fulltrúa FSHA. 

Breytingartillagana sem borin verður fram á landsþingi LÍS:

10. gr. Skipun framkvæmdastjórnar

Framkvæmdastjórn LÍS skal skipuð tveimur fulltrúum frá hverju aðildarfélagi sem tilnefndir eru á landsþingi ásamt formanni LÍS sem kjörinn er sérstaklega. Hvert aðildarfélag tilnefnir á landsþingi ár hvert einn fulltrúa sem situr í framkvæmdastjórn í tvö ár. Þá skulu aðildarfélög á sama tíma tilnefna varamenn sem gegna varamennsku fulltrúa í eitt ár.

-Kjörstjórn