Landsþing LÍS 2021

Landsþing LÍS var haldið á Bifröst 5. – 7. mars og var þema þingsins menntun á umrótartímum. Þingið var vel sótt af fulltrúum stúdenta úr flestum hagsmunasamtökum stúdenta á Íslandi og mikilvæg málefni voru rædd. Þingið skiptist uppí fyrirlestra, vinnustofur, laga- og stefnubreytingar. Fulltrúar SHA voru 6 talsins, Almar Knörr Hjaltason, Guðrún Vaka Þorvaldsdóttir, Nökkvi Alexander Rounak Jónsson, Sólveig Birna Elísabetardóttir, Steinunn Alda Gunnarsdóttir og Særún Anna Brynjarsdótttir og þóttu þeir standa sig með prýði og tóku virkan þátt í umræðum. Einnig var annar nemandi við HA á þinginu, Jonathan Wood en hann var fulltrúi fyrir Jafnréttisnefnd LÍS.

Jonathan sem er á 2. ári í Heimskautarétt bauð sig fram í framkvæmdastjórn LÍS sem jafnréttisfulltrúi og fékk hann stöðuna. Framkvæmdastjórn SHA vill óska honum til hamingju með nýju stöðuna og erum virkilega stolt að hafa svona öflugan einstakling fyrir hönd HA, í framkvæmdastjórn LÍS. 

Til hamingju Jonathan!

 

S’s General assembly was held at the University of Bifröst 5th til 7th march. The theme of the assembly was education at challenging times. At the assembly there were student representatives from most student unions in Iceland. The assembly was split into workshops, lectures and changes were made to LÍS’s laws and policies. SHA had 6 representatives at the general assembly, Almar Knörr Hjaltason, Guðrún Vaka Þorvaldsdóttir, Nökkvi Alexander Rounak Jónsson, Sólveig Birna Elísabetardóttir, Steinunn Alda Gunnarsdóttir and Særún Anna Brynjarsdótti and they did great as representatives for SHA. There was also another student from UNAK, Jonathan Wood but he was a representative for LÍS’s equal rights committee.

Jonathan is a second year student at the Polar Law program at UNAK, announced his candidacy to LÍS’s executive committee as Equal Rights Officer and was given the position. SHA’s executive committee would like to congratulate him on his new position and are really proud to have such a powerful individual on behalf of UNAK, at LÍS.
Congratulations Jonathan!