Landsþing og 10. ára afmæli LÍS

Það var kraftur í stúdentum þegar landsþing LÍS – Landssamtaka íslenskra stúdenta – fór fram í Háskólanum á Akureyri dagana 29. mars til 1. apríl. Á landsþingi LÍS koma saman stúdentafulltrúar frá aðildarfélögum LÍS, þ.e. frá öllum háskólum landsins, sem og fulltrúar frá Sambandi íslenskra námsmanna erlendis. Landsþingið er stærsti samráðsvettvangur stúdenta á Íslandi og þar gefst færi á að skiptast á skoðunum, rökræða og fá innsýn í baráttumál stúdenta á öðrum sviðum. 

Þingið var vel sótt af fulltrúum stúdenta úr flestum hagsmunasamtökum stúdenta á Íslandi og mikilvæg málefni voru rædd. Þingið skiptist uppí fyrirlestra, vinnustofur, laga- og stefnubreytingar. Yfirskrift þingsins var Fjölskyldumál stúdenta og hlýddu stúdentar á fyrirlestra og sóttu vinnustofur tengdar fjölskyldumálum stúdenta og þeim áskorunum sem þeim fylgja. Í samantekt af vinnustofum var það skýrt að stúdentar kalla eftir sveigjanleika þar sem fyrirlestrar eru teknir upp og að það sé ekki skyldumæting í kennslustundir. Það er mikilvæg krafa til þess að geta mætt þörfum fjölskyldufólks og þannig stuðlað að auknu menntunarstigi þjóðarinnar.

Fulltrúar SHA voru 5 talsins þær Dagmar Ólína Gunnlaugsdóttir, Erla Salome Ólafsdóttir, Lilja Margrét Óskarsdóttir, Silja Rún Friðriksdóttir og Sólveig Birna Elísabetardóttir og stóðu þær sig með prýði og tóku virkan þátt í umræðum. Sólveig Birna sá um að stýra vinnustofum en hún var einnig í Landsþingsnefnd og sá um að skipuleggja þingið.

Silja Rún og Sólveig Birna hafa verið fulltrúar SHA í fulltrúaráði LÍS og Dagmar Ólína og Erla Salome hafa verið öflugar í Gæðanefnd LÍS. Þær munu allar halda áfram í LÍS næsta skólaár.


Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Landsþinginu lauk með kosningu í framkvæmdastjórn samtakanna, sem stjórnar daglegu starfi í samræmi við lög þess, stefnur og samþykktir. Framkvæmdastjórn sækir umboð sitt til fulltrúaráðs en í því eiga sæti fulltrúar allra aðildarfélaga LÍS. Alexandra Ýr Van Erven var endurkjörin forseti samtakanna, Maggi Snorrason varaforseti og Lilja Margrét Óskarsdóttir gæðastjóri. Mun ný stjórn taka við í maí/júní en enn á eftir að manna nokkur embætti. 
Lilja Margrét óskarsdóttir, Alexandra Ýr van Erven og Maggi Snorrason
Lilja Margrét Óskarsdóttir, Alexandra Ýr van Erven og Maggi Snorrason

 


LÍS’s General assembly was held at the University of Akureyr  30th march to 1st of April. The theme of the assembly was student family affairs. At the assembly there were student representatives from most student unions in Iceland. The assembly was split into workshops, lectures and changes were made to LÍS’s laws and policies. SHA had 5 representatives at the general assembly: Dagmar Ólína Gunnlaugsdóttir, Erla Salome Ólafsdóttir, Lilja Margrét Óskarsdóttir, Silja Rún Friðriksdóttir and Sólveig Birna Elísabetardóttir, and they did a great job and actively participated in the discussions. Sólveig Birna was in charge of leading the workshops, but she was also in the National Assembly Committee and was in charge of organizing the assembly.

Silja Rún and Sólveig Birna have represented SHA in the LÍS representative council and Dagmar Ólína and Erla Salome have been powerful in the LÍS Quality Committee. They will all continue in LÍS next school year.

Lilja Margrét Óskarsdóttir announced her candidacy to LÍS’s executive committee as Quality Manager and was elected . SHA’s executive committee would like to congratulate her on her new position and are really proud to have such a powerful individual on behalf of UNAK, at LÍS.

Congratulations Lilja and good luck!