Lokað hefur verið í framboð í tvær stöður í Stúdentaráði

Klukkan 16:00 þann 12. apríl síðast liðinn lokaðiframkvæmdastjórn fyrir framboð í tvær stöður innan Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.

Hér að neðan má sjá lista yfir þau framboð sem hafa borist.

Tvö framboð hafa borist í embætti formanns Viðburðarnefdnar. Samkvæmt samþykktum félagsins fer kosningin fram rafrænt. Kosning stendur til klukkan 16:00 þann 13. apríl n.k. hér að neðan getið þið kynnt ykkur frambjóðendurna og hvetjum við ykkur til þess að kynna ykkur þá vel áður en þið kjósið.

Formaður Viðburðarnefndar:

 

 

Hæhæ! 
Ég heiti Ragnhildur Sól og er að bjóða mig fram í formann viðburðarnefndar SHA. Mig langar til að bjóða mig fram þar sem mér finnst mjög gaman að skipurleggja viðburði og gera þá betri og skemmtilegri! Ég kem frá Akureyri og er að klára mitt fyrsta ár í félagsvísindum. Ég var nýnema fulltrúi félagsvísindadeildar í Kumpánum 2022-2023, svo ég hef smá innsýn á hvernig maður skipurleggur viðburði, og einnig sit ég núna sem varaformaður Kumpána. 

 

 

Ég heiti Berglind Una og er á öðru ári í viðskiptafræðinni og er varaformaður Reka. Ég hef verið öflug að sækja viðburði tengda HA og hef haft mjög gaman af sprellmótunum, útilegu SHA og vísindaferðum á vegum skólans. Því vil ég bjóða mig fram sem formann viðburðarnefndar þar sem ég vil taka virkan þátt í félagslífi skólans og tel mig geta sinnt þessari stöðu vel.

Hér er hægt að kjósa: https://forms.office.com/e/zkqmJTXN9V

Ekkert framboð barst í stöðu formanns Alþjóðanefndar og er sú staða opinn þar til framboð mub berast.